Fréttablaðið - 29.12.2010, Side 52

Fréttablaðið - 29.12.2010, Side 52
MARKAÐURINN 29. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR14 Evran hefur verið á hættulegum slóðum megnið af árinu. Ráðamenn í Evrópusambandinu hafa þurft að róa lífróður til að forða henni frá verstu pyttunum. Harðast úti hafa Grikkir og Írar orðið, en strangar aðhaldsaðgerðir hafa verið sam- þykktar í Bretlandi, á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi og víðar. Almenningur hefur sjaldnast verið sáttur og efnt til fjölmennra mótmæla sem á Grikk- landi og víðar hafa snúist upp í óeirðir. Grípa þurfti til öflugra neyðarráðstafana á árinu til að forða bæði gríska og írska ríkinu frá hruni. SKULDAVANDI Halli á ríkisfjárlögum var kominn upp í rúm 15 prósent á Grikklandi og rúm 14 pró- sent á Írlandi, eða langt fyrir ofan fjögurra prósenta hámarkið sem Evrópusambandið gerir kröfur um. Flest lönd evrusvæðisins voru raunar komin langt upp fyrir þetta hámark. Á Spáni var fjárlagahallinn kominn upp í rúm 11 prósent, í Portúgal upp í rúm níu prósent og í Frakklandi upp í 7,5 prósent. Á Grikklandi voru ríkisskuldirnar auk þess komnar upp í næstum 130 prósent af þjóðarframleiðslu, á Ítalíu upp í 116 pró- sent og í Belgíu 96 prósent. Allt þetta sligar efnahag ríkjanna, svo mjög að óttast hefur verið um framtíð evrunnar. Til þess að koma í veg fyrir allsherjar hrun hafa bæði einstök ríki og Evrópusambandið í heild gripið til strangra ráðstafana. BJÖRGUNARAÐGERÐIR Í byrjun maí samþykktu Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að stofna neyðarsjóð ti l að tryggja markaðs- stöðugleika á evrusvæðinu. Inni í þessum aðgerðum var sameiginlegur björgunarpakki fyrir Grikkland upp á 110 milljarða evra, og fengu Grikkir þetta fé lánað til þriggja ára. Af þessari fjárhæð komu 80 milljarðar evra úr sameiginlegum sjóðum Evrópusambandsins en afgangur- inn frá AGS. Í nóvember var svo röðin komin að Ír- landi, sem fékk úthlutað nærri hundrað milljónum evra úr neyðarsjóðnum bæði til að ráða við afborganir af lánum ríkis- ins og til að bjarga bönkum landsins frá yfir vofandi gjaldþroti. SÁRSAUKI Gríska stjórnin greip til þess ráðs að draga harkalega úr ríkisútgjöldum, meðal annars með því að lækka laun opinberra starfs- manna um 15 prósent, hækka eftirlauna- aldur. Á Írlandi kynnti Brian Lenihan fjármála- ráðherra ströng niðurskurðarfjárlög nú í byrjun desember, sem bætast ofan á strang- ar aðhaldsaðgerðir undanfarin tvö ár. Al- menningur þar í landi er orðinn langþreyttur á þessum aðgerðum og stjórnin hefur boðað til kosninga fljótlega eftir áramótin. Í Frakklandi boðaði stjórn Nicolas Sar- kozy snemnma árs til aðhaldsaðgerða sem fólu meðal annars í sér áform um hækkun eftirlaunaaldurs um tvö ár. Frakkar efndu mánuðum saman til nær daglegra fjölda- mótmæla gegn þessum aðgerðum stjórn- valda, sem þrátt fyrir sannkallað neyð- arástand vegna verkfallsaðgerða voru samþykktar þegar komið var fram í nóv- ember. Í Bretlandi þurfti ný ríkisstjórn Íhalds- flokksins og Frjálslyndra að draga saman seglin í ríkisfjármálum svo um munar og í Þýskalandi stefnir ríkisstjórn Angelu Merkel að sparnaði upp á 80 milljarða evra næstu þrjú árin. HÆGUR BATI Í Bandaríkjunum hafa efnahagsmálin einn- ig verið erfið. Framan af árinu virtist sem Bandaríkin væru hægt og rólega að ná sér eftir kreppuna miklu en um mitt ár virt- ist efnahagsbatinn í hættu og ný kreppa jafnvel í uppsiglingu. Seðlabanki Banda- ríkjanna ákvað þá að grípa til róttækra að- gerða og boðaði skuldabréfakaup í stórum stíl, sem virðist hafa bjargað ríkissjóðnum fyrir horn í bili. Undir lok ársins samþykkti Bandaríkjaþing að veita meira en 800 millj- arða dala í skattaafslátt og í atvinnuleysis- bætur. Almennt er þó talið að Bandaríkin komist ekki almennilega út úr kreppunni fyrr en eftir nokkur ár. Rétt eins og Evrópusambandið sam- þykkti Bandaríkjaþing á árinu nýjar og strangar reglur fyrir viðskiptalífið, sem eiga að tryggja að hvorki slælegt eftirlit né áhættusækni bankastjórnenda geti vald- ið nýju fjármálahruni á borð við það sem gerðist árið 2008. Sett var á laggirnar ný stofnun til verndar viðskiptavinum bank- anna og stjórnvöld fá heimildir til að loka hreinlega stórfyrirtækjum sem stofna efna- hagslífi þjóðarinnar í heild í hættu. Í ANNAÐ SÆTI Á árinu náði Kína þeim áfanga að verða annað stærsta hagkerfi heims, næst á eftir Bandaríkjunum. Kínverjar komust þar fram úr Japönum sem áratugum saman hafa verið í öðru sætinu á þessum lista. Hagfræðingar spá því að eftir rúman ára- tug geti Kínverjar einnig komist fram úr Bandaríkjamönnum og verði komnir með stærsta hagkerfið. Lágt gengi kínverska júansins hefur valdið mikilli spennu á gjaldeyrismörkuð- um, jafnvel svo að ótti hefur vaknað um að viðskiptastríð geti hafist. Bæði Bandarík- in og Evrópusambandið kvarta undan því að Kínverjar haldi gjaldmiðli sínum of lágt skráðum, sem kemur kínverskum útflytj- endum til góða á kostnað bandarískra og evrópskra framleiðenda. BÍLAR Bílaiðnaðurinn hefur einnig verið töluvert í fréttum á árinu, einkum í tengslum við innkallanir á milljónum bifreiða frá Toyota vegna margvíslegra framleiðslugalla. Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors náði sér hins vegar á strik á árinu eftir gjaldþrot árið 2009, þar sem Banda- ríkjastjórn hafði komið til bjargar og út- vegað 50 milljarða dala frá skattgreiðend- um til að halda fyrirtækinu á floti. Neyðarráðstafanir til varnar evrunni og bönkunum Illviðráðanlegur skuldavandi flestra auðugustu ríkja heims hefur haldið áfram að sliga efnahagslíf þeirra á árinu sem er að líða. Guðsteinn Bjarnason leit yfir viðskiptalíf ársins utan landsteinanna. GLÍMT VIÐ VANDANN Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Jean-Claude Trichet, bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins, þurftu margt að ræða þegar þeir hittust í Brussel snemma í desember. NORDICPHOTOS/AFP MÓTMÆLI Á GRIKKLANDI Efnahagshrunið á Grikklandi og strangar aðhaldsaðgerðir ríkisins hafa vakið reiði íbúanna, rétt eins og víðar í Evrópu þar sem stjórnvöld hafa þurft að draga saman seglin á kostnað almennings. NORDICPHOTOS/AFP E R L E N D U R A N N Á L L Á R S I N S 2 0 1 0 2010

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.