Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2010, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 29.12.2010, Qupperneq 72
 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR44 sport@frettabladid.is 15 DAGAR ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ náði sínum besta árangri á HM í handbolta frá upphafi þegar liðið náði 5. sæti á HM í Kumamoto í Japan árið 1997. Strákarnir unnu sjö af níu leikjum á mótinu og töpuðu aðeins einum leik, sem var á móti Ungverjum í átta liða úrslitunum. Ísland vann að lokum 32-23 sigur á Spáni í leiknum um fimmta sætið. Ert þú á leiðinni til Abu Dhabi? Fótboltamót áhugamanna, Vodafone Cup, verður haldið 7.-8. jan. í Fífunni. Sigurliðið vinnur ferð til Abu Dhabi og VIP miða á verðlaunahátíð Laureus samtakanna. Skráning og nánari upplýsingar um mótið eru á vodafone.is Landsliðshópurinn Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson Kadetten Hreiðar Levý Guðmundsson Emsdetten Sveinbjörn Pétursson Akureyri Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson Kiel Ingimundur Ingimundarson Álaborg Ásgeir Örn Hallgrímsson H-Burgdorf Arnór Atlason AG Þórir Ólafsson Lübbecke Guðjón Valur Sigurðsson RN Löwen Snorri Steinn Guðjónsson AG Ólafur Stefánsson RN Löwen Sigurbergur Sveinsson Rheinland Sturla Ásgeirsson Valur Alexander Petersson Füchse Berlin Sverre Jakobsson Grosswallstadt Róbert Gunnarsson RN Löwen Oddur Gretarsson Akureyri Vignir Svavarsson Hannover-Burgdorf Kári Kristján Kristjánsson Wetzlar HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son hefur aftur verið valinn í íslenska landsliðið en hann hefur ekkert getað spilað með því síðan á EM í Austurríki vegna meiðsla. Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari valdi í gær nítján manna æfingahóp fyrir HM í Sví- þjóð sem hefst 13. janúar. Ísland leikur tvo æfingaleiki gegn Þýskalandi hér á landi dag- ana 7. og 8. janúar næstkomandi. „Ég er mjög ánægður með þennan hóp,“ sagði Guðmundur. „Það er alltaf erfitt að þurfa að skilja eftir góða leikmenn og það verður enn erfiðara að fækka um þrjá í liðinu fyrir mótið sjálft.“ Logi Geirsson, leikmaður FH, er frá vegna meiðsla. - esá Landsliðið valið fyrir HM: Guðjón Valur aftur í liðið GUÐJÓN VALUR Í íslenska landsliðinu á nýjan leik. NORDICPHOTOS/BONGARTS HANDBOLTI Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson urðu í gær danskir bikarmeistarar með AG Kaupmannahöfn eftir sigur á Århus í úrslitaleik, 26-20. Arnór og Snorri Steinn skoruðu báðir þrjú mörk í leiknum. Þetta er fyrsti titill AG en liðið trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið er enn taplaust. Rut Jónsdóttir og félagar henn- ar í Team Tvis töpuðu í bikar- úrslitum kvenna fyrir Viborg, 36- 28. - esá Arnór og Snorri meistarar: Fyrsti titill AG BIKARMEISTARI Snorri Steinn Guðjóns- son í leik með AG. MYND/AG Enska úrvalsdeildin Manchester City - Aston Villa 4-0 1-0 Mario Balotelli, víti (7.), 2-0 Joleon Lescott (12.), 3-0 Balotelli (26.), 4-0 Balotelli, víti (54.). Stoke City - Fulham 0-2 0-1 Chris Baird (3.), 0-2 Chris Baird (10.). Sunderland - Blackpool 0-2 0-1 DJ Campbell (49.), 0-2 DJ Campbell (89.). Tottenham - Newcastle 2-0 1-0 Aaron Lennon (56.), 2-0 Gareth Bale (80.). West Brom - Blackburn 1-3 0-1 Nikola Kalinic (2.), 1-1 Peter Odemwingie (16.), 1-2 Nikola Kalinic (52.), 1-3 Mame Biram Diouf (61.). West Ham - Everton 1-1 1-1 Seamus Coleman (41.) Birmingham - Manchester United 1-1 0-1 Dimitar Berbatov (58.), 1-1 Lee Bowyer (89.). STAÐA EFSTU LIÐA Man. United 18 10 8 0 39-17 38 Man. City 20 11 5 4 32-16 38 Arsenal 18 11 2 5 37-20 35 Tottenham 19 9 6 4 29-23 33 Chelsea 18 9 4 5 32-15 31 Bolton 19 7 8 4 32-25 29 Sunderland 20 6 9 5 21-22 27 ÚRSLIT HANDBOLTI FH varð deildarbik- armeistari karla í handbolta og Valur í kvennaflokki eftir úrslita- leiki sem fram fóru í íþróttahús- inu í Strandgötunni í gær. FH hafði betur gegn Akureyri í karla- flokki, 26-29, og Valur lagði Fram í kvennaflokki, 23-22, í miklum spennuleik. Leikur FH og Akureyrar var æsispennandi. FH hafði frum- kvæðið framan af leik enda gekk illa í vörninni hjá Akureyri og Sveinbjörn Pétursson náði sér engan veginn á strik í fyrri hálf- leik. Stefán Guðnason átti hins vegar góða innkomu í marki Akur- eyrar og leiddu Norðlendingar 16- 13 í hálfleik. Akureyringar voru með leikinn í höndunum í síðari hálfleik og áttu FH-ingar í erfiðleikum með að jafna leikinn. Í stöðunni 22-24 Akureyri í vil, hefðu Norðlending- ar líklega getað komið sér í afar vænlega stöðu enda einum leik- manni fleiri. Þess í stað náðu FH- ingar að jafna leikinn og lokamín- úturnar reyndust æsispennandi. Svo fór að lokum að FH fangaði sigri og um leið deildarbikarmeist- aratitlinum, 26-29. „Þetta var frábær sigur og svo sannarlega sigur liðsheildarinn- ar. Við sýndum mikinn karakter með að komast aftur inn í leikinn gegn þessu sterka liði. Við höfum verið brothættir þegar við höfum lent nokkrum mörkum undir en höfum unnið markvisst í þess- um þætti,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH. „Þetta eru mjög áþekk lið og við þurftum að spila vel til að hafa betur. Varnarleikurinn hjá okkur hefur verið á uppleið og Daní- el (Andrésson) var mjög góður í markinu. Það er mjög gott fyrir okkur að ná titli og vonandi er að skapast sigurhefð hjá FH á ný.“ Atli Hilmarsson, þjálfari Akur- eyrar, var skiljanlega ósáttur í leikslok enda leiddi Akureyri leik- inn lengst af. „Ég er mjög svekktur því við fengum mjög gott tækifæri á að landa titli. Varnarleikurinn var ekki jafngóður og að undan- förnu. Það vantar kannski sigur- hefð í þetta lið en vonandi náum við að bæta úr því í vor.“ Leikur Vals og Fram í kvenna- flokki var gríðarlega spennandi. Fram leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, og munaði mestu um stórleik Írisar Bjarkar Sím- onardóttur í marki Fram en hún varði 18 skot í fyrri hálfleik og alls 24 skot í leiknum. Valskonur mættu mjög ákveðnar í síðari hálf- leik, skoruðu fyrstu fimm mörkin og komst yfir. Liðið lét forystuna ekki af hendi og fagnaði sætum deildarbikarmeistaratitli, 22-23. - jjk Titlarnir til FH og Vals FH og Valur urðu í gær deildarbikarmeistarar karla og kvenna í handbolta eftir spennandi úrslitaviðureignir. Valur er þar með handhafi fjögurra titla af fimm í kvennaflokki. FH vann topplið N1-deildar karla, Akureyri, í úrslitaleiknum. KÆRKOMINN SIGUR Sigurgeir Árni Ægisson lyftir bikarnum á loft í íþróttahúsinu í Strandgötu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Manchester United hélt naumlega sæti sínu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið gerði sitt áttunda jafntefli í gær, í þetta sinn gegn Birmingham á úti- velli eftir að hafa fengið á sig mark á lokamínútum leiksins. United hafði unnið fjóra leiki í röð í deildinni og það leit út fyrir að sá fimmti væri í höfn þegar Dimitar Berbatov kom liðinu yfir snemma í síðari hálfleik. Lee Bowyer náði síðan að skora jöfn- unarmark heimamanna á elleftu stundu. United-menn eru þó enn ósigr- aðir til þessa í deildinni og halda þannig inn í nýja árið. Mario Balotelli skoraði þrennu fyrir Manchester City í gær er liðið vann 4-0 sigur á Aston Villa. Bæði Manchester-liðin eru með 38 stig á toppi deildarinnar en United á tvo leiki til góða og er þar að auki með betra markahlutfall. Arsenal getur einnig komist upp í 38 stig með sigri á Wigan á úti- velli í dag. Tottenham komst upp í fjórða sæti deildarinnar í gær með 2-0 sigri á Newcastle og er Chelsea, sem mætir Bolton í dag, þar með dottið niður í fimmta sætið. Liverpool mætir botnliði Wolves í kvöld en liðið getur lyft sér úr tólfta sæti deildarinnar í það átt- unda með sigri í leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen var ónotaður varamaður er Stoke tap- aði fyrir Fulham á heimavelli. - esá Sjö leikir í ensku úrvalsdeildinni í gær: Balotelli með þrennu SKORAÐI ÞRJÚ Adam Johnson óskar Mario Balotelli til hamingju með mörkin þrjú í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.