Lífið - 01.01.1936, Page 18

Lífið - 01.01.1936, Page 18
14 LÍFIÐ' hugrekkis barna. Aðiljar þessir mega ekki nota sér yfirburði þekkingar sinnar og krafta með því að skipa barninu þannig fyrir, að því sé ekki ann- ars kostur, en að hlýða, því þá hlýðnast það af þrælsótta og hugrekki þess er brotið á bak aftur. Ef barnið er skoðað sem jafningi, styður það mjög að því, að barnið vaxi upp til sjálfbjarga hug- rekkis. Frá fyrsta degi æfinnar ætti barninu að veitast tækifæri til eins mikils sjálfræðis og aldur þess veitir. Ekkert dregur eins úr hugrekki barns eins og það, að verða ávalt að finna til þess að það þurfi hjálpar við. Ef fullorðna fólkið er sí- hrætt barnanna vegna, hljóta börnin að skoða heiminn of hættulegan að lifa í honum og lífið- lítt bærilegt. Einkabarn er einkum í voða. Á því byggja foreldrarnir allan metnað sinn, ætlast til langt of mikils af því, alt snýst um að vernda dýr- gripinn, eiga helst ekkert á hættu. Einbirni er lífs- nauðsyn að vera með öðrum börnum. Verður með einhverju móti að sjá svo um, að það geti notið holls félagslífs í hópi annara barna, t. d. bama nágrannanna. Um fram alt má ekkert barn alast upp eitt. Það má til að vera eins mikið og unt er með öðrum börnum. Einungis í félagi barna getur hugrekki barnsins náð alhliða þroska. Hugrekki verður ræktað aðeins í reynd, því hugrekki er fé- lagslegs eðlis. Hugrekki og samlyndi lærist ekki nema af þeim, er sjálfir hafa það til að bera. Ef oss auðnast að rækta vort eigið hugrekki getum vér orðið næstu kynslóð einnig að liði til hins.

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.