Lífið - 01.01.1936, Page 21

Lífið - 01.01.1936, Page 21
LÍFIÐ 17 stúlka einu ári eldri tekin á heimilið. Unnust þau hugástum. Hún lést litlu síðar. Hin var nokkurra vikna dvöl hjá ástríkri konu, er sýndi honum þá móðurblíðu er var lífsnauðsynleg fyrir hann. En í foreldrahúsum varð hann að gera sér mat að góðu í staðinn fyrir innilegt ástríki! Tvítugur að aldri var hann orðinn að aumingja, er hraktist úr því alla æfi undan straumi á hafi mannlífsins. Hann hafði ákaflega æsta skapgerð, er espaðist með aldrinum, vegna þess að í æsku var ekkert gert til þess að lagfæra hana. Þessi skapgerðaræsing á vai*t sinn líka. Ást, er hann síðar á æfinni fórnaði öllu fyrir, og von hans öll varð að deyja: „Það, sem varð honum bitrasta böl, var hið blíðasta jörðunni á“. Nafn þessa manns er að vísu þekt um alt ísland, en vart getur einstæðari ógæfu og glötun — mis- hepni frábærra hæfileika — og réði uppeldið þar öllu um. í Los Angeles er stúlka, Queen Silver, sem er ó- skólagengin, en hefir flutt hávísindalega fyrir- lestra síðan hún var tíu ára. Árið 1924 hlustaði eg á erindi er hún fluttií einum stærsta sal borgar- innar. Stúlkan var þá tólf ára. Fanst mér mjög um þekkingu hennar. Á meðal áheyrenda voru sumir mentuðustu menn Kaliforníu. Erindið hlaut ágæta ritdóma stórblaðanna. Höfundar þeirra voru há- skólaprófessorar. Eg ákvað þegar að kynna mér þetta nánar og í því skyni heimsótti eg stúlkuna og foreldra hennar. Þar var það stærsta heimilis- bókasafn, er eg hafði séð, og hafði eg þó víða far-

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.