Lífið - 01.01.1936, Page 41

Lífið - 01.01.1936, Page 41
lífjð 37 nokkrum þúsundum lifibrauð. Hversu mikið hér er um að ræða, getur enginn maður haft glögga hug- mynd um, meðan allar rannsóknir vantar. Hvorki Alþingi né ríkisstjórnir hafa til þessa fundið ástæðu til að verja svo miklu sem 10 krónum til slíkra rann- sókna alment. Annað ráðið er það, erfiðara viðfangs, en síst þýð- ingarminna, að við förum smátt og smátt að breyta hrávörunni í iðnvöru, áður en við seljum hana til út- landa, — förum að selja útlendingum vinnu. í því geta falist hagnaðarmöguleikar meiri en nokkurn getur rent grun í. Þegar útflutningsvörur okkar nægja ekki til greiðslu á andvirði innfluttrar vöru, þá er um tvö sjálfsögð úrræði að velja: 1. Að spara kaup á miður nauðsynlegum vörum. Það getur gert nokkurn mun, en naumast mikinn. 2. Að framleiða iðnvörur i landinu, í stað þess að sækja þær til útlanda. Það er bjargráðið, sem er vissast og mest munar um. Og það er auðvelt að framkvæma með efling iðnaðar í landinu. Viðreisn iðnaðarins. Ríkið hefir varið geysimiklu fé til eflingar land- búnaðinum. Árangurinn er glæsilegur. Þrátt fyrir Það, að fólki, sem stundar landbúnað, hefir fækk- að stórkostlega, þá hefir afrakstur landbúnaðar- ins aukist stórkostlega. Landbúnaðurinn hefir áfram mikið og merkilegt hlutverk í þjóðarbú- skapnum og ríkið hlýtur að styrkja hann eftir niegni.

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.