Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 27
343 Efri deild setti prestana á föst laun úr landssjóöi, en neöri deild tók upp aftr tillögur milliþinganefndarinnar um að sókn- artekjur haldi sér, og sóknarnefnd inniheimti iþær, og gekk efri deild að því, til Þess aö ónýta ekki málið. Allir prestar fá að byrjunarlaunum 1,300 kr. á ári, fyrir utan borgun fyrir aukaverk, en síðar verða launin 1,500 og 1,700 kr., eftir em- bættisaldri. Persónulegar launaviðbœtr eru engar, en 20 prestaköll fá erviðleikauppbót. Dómkirkjuprestrinn fær 1,200 kr. viðbót, enda settr annar Þjóðkirkjuprestr í Reykjavík. — Hreppstjórar hafa alla umsjón með kirkjueignum, að þeim frá- teknum, sem prestar nota sjálfir, en eftirgjaldið fer i prest- launasjóð eins og sóknartekjurnar, en landssjóðr leggr til Það, sem á vantar að sá sjóðr geti launað prestum og próföstum. —Lög þessi öðlast gildi 6. Júní 1908, og geta þá allir prestar, sem óska þess, fengið laun sín eftir lögum þessum, og losnað jafnframt við að borga uppgjafaprestum og prestsekkjum af brauðinu, nema Þeir, sem vilja ekki ganga að þeim breyting- um á sóknarskipun, semi kostr er að koma þegar á, og jafnframt eru yngri en 60 ára. Eni þessar réttarbœtr eru fulldýrt keyptar. » Kirkjumálanefndin fækkaði prestaköllunum um 30 í tillög- um sínum, og var það allt samþykkt, en auk þess lögð niðr 7 i viðbót, og meira að segja lá full-nærri, að neðri deild fœri enn lengra í samsteypumálinu. Eins og kunnugir vita eru ýmsar af þessum 37 samsteyp- um alveg óþolandi. Ef nokkur kirkjulegr dugnaðr er til hjá þeim, sem verða fyrir þeimi, ætti þeir annaðhvort þegar að mynda fríkirkjusöfnuði eða, þar sem samsteypurnar komast ekki þegar á, að búa svo um, að næsta alþing verði að taka mál- ið fyrir að nýju. ('„Bjarmi“.J Kristín Bjarnadóttir fSigurðssonar og Margrétar Ólavíu Ólafsdóttur konu hansj andaðist í Winnipeg 28. Des., og fór útför hiennar fram á gamlársdag frá Fyrstu lútersku kirkju. Hún var seinni kona Sigurðar Sn. Reykjalín og að eins 23 ára að aldri. Séra Jón J. Clemens, sem áðr var þjónandi prestr innan íslenzka kirkjufélagsins, en nú á heima í La Crosse, Wis., og Þjónar þar ensk-lúterskum söfnuði, varð fyrir Þeirri miklu sorg 2. Janúar að missa konu sína. Stúlkunafn hennar var Marie

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.