Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1950, Side 15

Sameiningin - 01.08.1950, Side 15
Sameiningin 93 viðstödd, og segir nú hverjum sem um veginn fer um guðs- þjónustur safnaðarins, sunnudagaskóla, og annað kristið starf. Fleiri kirkjur gætu auglýst sitt starf betur með eign slíks hlutar. Melankton söfnuður hefir á preststíð Amundsons fegrað og endurbætt kór kirkju sinnar svo að bezt má verða. Sunnudagaskólinn hefir elfst alveg sérstaklega, og eining og samvinna eru glögg sem fyrri. Söfnuðir vorir á Kyrrahafsströndinni hafa unnið mikið og sértsakt starf; mun skýrsla Trúboðsnefndar nefna slíkt r.ánar. En Vancouver söfnuður hefir keypt lóð fyrir kirkju handa sér. Blaine hefir kirkjukór sinn skrýddan fögrum kápum, sem auka helgileik athafnarinnar. Nýtt kvenfélag hefir risið upp, að styrkja starfið. Seattle hefir nú prestshús, og starfið heldur vel í horfinu. Sá söfnuður hefir nú næstum orðið sjálfstæður efnalega fyrir góðan þroska sinn á sjö árum. Er það vel að verið og presti og leiðtögum til sóma. Elliheimilin Skýrslur munu lagðar fram frá báðum elliheimilum sem við kirkjufélagið eru tengd, Betel og „Borg — The Pioneer Memorial Home“. Betel heldur áfram að vinna sitt starf hógvært en markvíst. Þann griðastað hinna öldnu megum vér aldrei láta úr minni líða. Byggingin er orðin gömul, og þyrfti á ýmsan hátt að endurbætast og aukast. Hættan er að vér höldum að heimilið sé sjálfu sér nógt, og þurfi ekki lengur á gjöfum vorum að halda. Borg er nýreist, og er oss öllum í fersku minni. Til þess eru sífelt að streyma gjafir víðsvegar að úr Bandaríkjunum. Þó er ennþá stórskuld í byggingarsjóði. En heimilið er byrjað að vinna sitt verk, og blessar börn sín er þangað sækja skjól. En Betel — hvað er um það? Væri ekki mögulegt að kirkjufélagið setti af stað hreyfingu til þess að safna því auði til að gera það ennþá meira „sæluhús11? Fegurra hið ytra og innra. Þægilegra gestum, starfsfólki og heima- mönnum. Margir íslendingar hafa auðgast á liðnum 75 árum. Hver er sá, sem vildi reisa sér minnisvarða með stórgjöfum til Betel? Og við öll getum lagt í sjóðinn. „Það eitt sem þú

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.