Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1954, Page 11

Sameiningin - 01.03.1954, Page 11
Sameiningin 9 hin sömu . áhrif. Sú skoðun fullnægir alls ekki trúarþörf mannshjartans. Það þarfnast annað meira og guðdómlegra til að styðjast við. Mannleg sál þarfnast fölskvalausrar trúarfullvissu, sem er bygð á því, sem aldrei getur brugðist í gleði eða sorg, í lífi eða dauða. Þrá þessi er föðurlegur arfur Guðs. Þessari þörf er fullnægt með tilkomu og anda Guðs sonar, sem er lífgjafari alls holds. Skoðun þessu gag'nstæð getur því alls ekki fullnægt trúarþörf manna, getur því ei náð miklum viðgangi. „Án mín getið þér alls ekkert gjört“. (Jóh. 15, 5). Skoðun þessu gagnstæð líkist urðarmánanum, sem sagt er að leiði afvega þá, sem ganga eftir leiðsögn hans. „Já, hver er þessi? Hann sem er orðið, sem var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið.“ Jóh. 1, 3. Ég minnist litlu Crocus-blómanna, sem fyrst allra blóma rísa upp undan hinni válegu martröð vetrins. Ég man vel, hve við glöddumst á leiðinni í skólan, þegar við litum blóm þetta; við vissum að þetta smáa yfirlætislausa blóm var þó til prýðis í hinni dýrðlegu kórónu og sköpunarkerfi frelsara vors. Hver er þessi, sem gaf heyrnarlausum heyrn, sjón- lausum sjón og framliðnum líf? Hinn dásamlegi sköpunarmáttur frelsara vors er enn- fremur tilfærður með orðum skáldsins: „Þótt kongar fylgdust allir að með auð og veldi háu. Þeir megnuðu ei hið minsta blað að mynda á blómi smáu.“ Af hinum mikla múg, sem veraldarsagan hefir skráð gullnu letri er ekki nokkurs þeirra getið að því, að skapa eitt smálauf eða blómstur. Ekki hélt Drottinn vor sig ríkmannlega meðan hann dvaldi líkamlegum, sýnilegum návistum hér í heimi. Þótt hann væri eígandi alls. „Hann rann upp eins og viðartein- ungur, og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.