Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 3
Sameiningin -------------------------------
A quarterly, in support of Church and Christianity amongst Icelanders
Published by
THE EVANGELICAL LUTHERAN SYNOD OF NORTH AMERICA
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 757 Home St„ Winnipeg 3, Manltoba
DR. VALDIMAR J. EYLANDS:
KVEÐJUMÁL
SÉRA SIGURÐUR ÓLAFSSON
1883— 1961
Flull á ensku í Selkirk-kirkju, 24. tnarz 1961
„Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn, fyrir Drottin
vorn Jesúm Krist.“
Vér erum saman komin hér í dag
til þess að votta þakkir, fremur en
til að syrgja eða bera fram harm-
kvæli. Tel ég að það muni fremur
í samræmi við líf og starf, anda og
óskir hins látna vinar. Hann hefir
fjölmörgum sinnum staðið í þessum
prédikunarstól, og í prédikunarstól-
um og á ræðupöllum á ýmsum stöð-
um undir svipuðum kringumstæð-
um og þeim, sem hér eru fyrir hendi
nú, og flutt syrgjendum mál vonar
og trúar. Það sama vildum vér gera
nú; vér getum ekki gert minna og
ekki heldur meira fyrir fjölskyldu
hans og aðra viðstadda vini.
Vér þökkum Guði fyrir æviskeiðið, sem nú er á enda
runnið. Eins og vér vitum öll, var ævi hans og starf helgað
Guði og þjónustu kirkjunnar. í fyrstu mun hann, eins og
margir synir íslands, sem hingað fluttust, hafa átt erfitt
uppdráttar. Hann var fæddur 14. ágúst 1883 að Ytra Hóli