Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 30
28 Sameiningin hæfa, að Gyðingar, sem dveljast í milljónatali í Bretlandi, Frakklandi, Ameríku og víðar, séu „landlaust“ fólk eða utlendingar, sem séu að bíða eftir tækifæri til að komast heim? Allur þorri Gyðinga víðs vegar um heim myndu alls ekki flytjast til Palestínu, þótt þeir ættu þess kost. Hvers vegna á að flytja þá Gyðinga til Palestínu, sem eru rótlausir eða „illa séðir“ í ýmsum löndum, þar sem það er öllum ljóst að mestur hluti þessa fólks vill ekki líta við landnámi í Palestínu? 4) Enda þótt Bretar færu með umboðsvald í Palestínu, frá því er fyrra heimsstríðinu lauk, höfðu þeir engin rétt- indi í alþjóðalögum til þess að fá landið í hendur einhverjum þjóðflokki, á kostnað þeirra, sem í landinu búa, og að þeim forspurðum. Bretar hafa heldur ekki gengizt inn á að leyfa Gyðingum að stofna þjóðríki í Palestínu, heldur það að stuðla að stofnun „þjóðheimilis“ fyrir þá, þó þannig, að ekki sé troðið á rétti þeirra, sem fyrir eru í landinu. En jafnvel til þessa hafa þeir heldur ekki siðferðislegan eða lagalegan rétt. Eftir Balfour yfirlýsinguna harðnaði deilan um Pal- estínu ár frá ári. Stórveldin daufheyrðust við málaflutningi Araba, enda höfðu sum þeirra heitið Gyðingum fylgi, beint og óbeint. Gekk nú lengi vel á uppþotum, verkföllum og launvígum í löndum Araba, einkum Palestínu. Jafnframt tóku Gyðingar að streyma inn í Palestínu úr ýmsum lönd- um heims. Á síðustu árunum, sem Bretar fóru með „um- boðsvald“ sitt í landinu, höfðu um 75 þúsundir Gyðinga flutzt þangað. Vesturveldin gerðu sér vonir um, að mót- spyrna Araba mundi réna með tímanum og allt falla í ljúfa löð, en sú von hefir brugðizt. Bretar lögðu niður umdæmisvald sitt í Palestínu 15. maí 1948. Skömmu áður höfðu þeir lagt deilumálið í heild sinni fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Var þar gerð samþykkt þess efnis, að landinu skyldi skipt á milli Araba og ísraels- manna, en að Jerúsalem skyldi vera óháð hvorumtveggja, undir landstjóra, skipuðum af Sameinuðu þjóðunum. Araba- ríkin stóðu fast á móti þessari úrlausn og neituðu því að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.