Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 7
Sameiningin 5 Herra SIGURBJÖRN EINARSSON, biskup: Ávarp Þegar ég kem hér fram til þess að flytja kveðjur og óskir við þetta tækifæri, finn ég mjög vel, að mér hefir hlotnazt ánægjulegt og virðulegt hlutskipti. Mér finnst satt að segja, að það hljóti að vera og verða einn hinna miklu viðburða í lífi mínu, þegar ég nú fæ að heilsa þingi Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi á hátíðlegri stundu og vera rödd íslands við það tækifæri. Það gæti e. t. v. virzt nokkurt stórlæti að kveða svo að orði, kynna sig sem rödd lands síns. En það er í þessu til- felli blátt áfram staðreynd. Ég hef þá gleði að mega skoða mig sem fulltrúa íslenzku þjóðkirkjunnar. Henni tilheyra nær allir íbúar lands vors sem skírðir og fermdir með- limir. Þó er að vísu langt frá því, að þjóðin sem heild standi alltaf að baki henni, að rödd kirkjunnar sé rödd þjóðar- innar og öfugt, að vilji og markmið kirkju og þjóðar fari saman. Þessu fer sem sagt fjarri. En þegar ég stend í þess- um sporum hér og inni það hlutverk af hendi, sem mér er falið í dag, að tala við yður fyrir munn kirkju minnar og tjá yður hlýhug, flytja yður bróðurlegt orð, má ég treysta því, að ég tali einnig fyrir munn þjóðarinnar allr- ar. Ég er hér kominn til þess að votta virðingu minningum um sögu, sem hefir gerzt í heimsálfu, fjarlægri íslandi. En enginn vakandi íslendingur er til, sem finnst sú saga koma sér ekki við. Oss finnst hún vera hluti af vorri sögu, og þótt margt sé við oss að athuga, íslendinga, þá verður því ekki neitað, að vér viljum virða vora eigin sögu, geyma hana vel og týna engu úr sjóði minninga vorra. Ég veit, e.ð einstakir þættir í sögu íslenzku kirkjunnar í Vestur- heimi eru langt frá því að vera eins þekktir af almenningi á íslandi og æskilegt væri. Og hinn innri veigur og drif- fjöður þeirrar sögu er mörgum hulinn, eins og kirkju- sögunnar yfirleitt. En það sem íslenzkur almenningur veit

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.