Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 21
Sameiningin
19
JÓHANN HANNESSON, prófessor:
Fylg þú mér
Með þessum orðum kallaði Drottinn og herra krist-
innar kirkju sína fyrstu lærisveina. Með þessum orðum
kallar hann enn til vor. Hann kallar mig, hann kallar þig.
Hvernig tökum vér þessari köllun? Ekkert hefir meira úr-
slitagildi fyrir líf vort, mitt og þitt en það andsvar, sem
vér gefum við þessari köllun. Stöndum vér upp og fylgjum
honum? Eða sitjum við kyrrir, svo sem ekkert væri? Hvað
gerum vér, þú og ég, þegar þessi köllun heyrist?
Mattheus guðspjallamaður skrifar sjálfsævisögu sína
með þessum orðum: Og hann stóð upp og fylgdi honum
(Mt. 9,9). Lengri ævisögu fannst þessum lærisveini ekki
þörf á að skrifa um sjálfan sig frá þeirri stundu. Allt annað,
sem frá honum er komið, snýst beint eða óbeint um Drottin
einan; þegar nánar er að gætt, þá snúast þessi orð einnig
um hann, því að hér eftir var líf lærisveinsins orðið að
þætti í lífi Drottins sjálfs, í lífi hinna lærisveinanna, í sam-
félagi heilagra.
Lærisveinn einhvers meistara verður maður aðeins með
því að fylgja þessum meistara sínum á einn eða annan veg.
Margir hafa verið lærisveinar frægra meistara. En guðspjall,
evangelium, fagnaðarboðskapur verður aðeins til í fylgd eins
meisfara, Drottins Jesús Krists. Kristin kirkja verður að-
eins til með því móti, að menn sameinist í því að gerast
hans lærisveinar, læri af honum, boði hans orð og vinni
hans verk. Eins og Frelsarinn sjálfur kallaði menn til fylgd-
ar við sig, þannig kalla lærisveinar hans á öllum öldum
menn til fylgdar, ekki við sig, heldur við hann, sem er
Drottinn vor, Frelsari og Meistari.
Ekkert augnablik í lífi mannsins er eins örlagaríkt og
sú stund, er hann heyrir þessa skilyrðislausu köllun Drott-
ins: Fylg þú mér! Upp frá þeim degi taka meginlínur lífs
vors að mótast: Hann stóð upp og fylgdi Jesú — eða: Hann