Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 5
Sameiningin 3 leiddi að hásæti skapara síns. Guð einn veit hversu mörgum syrgjendum hann veitti styrk og vonarljós. Guð einn veit hversu mörg ungmenni hann leiddi á vegu dygða og mann- dóms. En hitt vitum vér: Hann var ávallt bjartsýnn og glaður, og honum hlotnaðist sú hamingja að vera með réttu talinn einhver allra vinsælasti prestur, sem nokkur sinni hefir starfað með fólki voru hér vestanhafs. Hann var ekki aðeins prestur á sunnudögum, — en hann var góður prestur og flutti ávallt vandaðar og hjartahlýjar evangeliskar ræð- ur, — en fólk varð þess fljótt áskynja, að hann hafði aðeins einn tilgang og takmark, að færa samferðamenn sína inn í návist Jesú Krists. Hann átti innilega samúð með mönnum. Hann reyndi aldrei að þröngva vilja sínum upp á aðra, eins og að vilji hans í hverju máli væri ævinlega nákvæmlega það sama eins og Guðs vilji. Hann vildi laða og leiða lýð, en ei með valdi neyða. Hann var ósérhlífinn, ávallt vin- gjarnlegur, en umfram allt einlægur í orðum og athöfnum. Þess vegna var hann dáður og elskaður af sóknarbörnum sínum og öðrum, sem hann átti samleið með. Vér þökkum Guð fyrir margþæíía þjónusiu, sem hann innii af hendi. Hann var prestur í 42 ár og varði öllum þeim árum í þjónustu kirkjufélags vors. Nokkur fyrstu árin var hann heimatrúboðsprestur á Kyrrahafsströndinni, og átti þá heima í Blaine, Washington. Mörgum árum síðar þjónaði óg Blaine prestakalli, og mátti þá enn glögglega sjá fót- spor þessa postullega manns á þeim slóðum. Fólkið minnt- ist hans með virðingu og innilegri þökk fyrir fórnarlund hans og þjónustu. En söfnuðir vorir í námunda við Winni- pegvatn, hér í Manitoba, nutu þjónustu hans lengst. Hann var prestur að Gimli 1921-1929, í Árborg-Riverton 1929- 1940 og síðast hér í Selkirk frá 1940, unz hann lét af embætti 1957. Auk starfsins í söfnuði sínum tók hann mjög heilla- drjúgan þátt í hinu víðtækara starfi kirkjufélags vors. Þann- ig var hann um fjölda ára meðlimur stjórnarnefndar fé- lagsins. Elliheimilið á Gimli var honum einkar hjartfólgið. Var hann meðlimur stjórnarnefndar heimilisins í 18 ár og íormaður nefndarinnar í tólf ár; heimilisprestur mun hann hafa verið um 12 ára skeið. Hann var einkar vel ritfær, og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.