Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 15
Sameiningin 13 tíu ár, og dýrasta hnossið er mæða og hégómi, því að þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt.“ (Sálm. 90:10). Þannig mælir höfundur Davíðssálma af mikilli alvöru. Tímamót sem þessi minna manninn á takmörk hans og eðli. Hann finnur þá svo átakanlega vel, að hann er hluti af fallinni sköpun, sköpun, sem er vita vonlaus, og á sér ekki viðreisnar von án frelsara. Slík tilfinning er hin ömur- legasta og grátlegasta. Þá er það, sem hann ósjálfrátt gerir sér upp gleði og heldur hátíð, til að blinda sjálfan sig fyrir hinu óþægilega. Oft er það einnig, sem þessu fylgja nýárs- heit, mörg og fögur; hann hugsar sem svo: „í nótt ætla ég að þjóna lund minni og eðli, á morgun byrja ég nýtt líf.“ Við látum það liggja milli hluta, hve lengi nýársheitin endast. En hver er nú afstaða hins kristna manns í þessum heimi á tímamótum sem þessum? Jesús Kristur frelsari okkar gaf það mjög svo greini- lega til kynna, að heimurinn, sem við lifum í, er fallin sköp- un, og að kristnir menn, sem hafa meðtekið fyrirgefningu synda sinna fyrir hann, búa við þær aðstæður að lifa í þessari föllnu veröld, þó án þess að vera hluti af henni. Kæru vinir í Kristi! Minnist þessa, að við erum í heim- inum, þó án þess að vera heimsins. Við verðum að haga lífi okkar í samræmi við þessa staðreynd. Við skulum þó varast að ofmetnast ekki af þessi vitneskju, því að okkur ber ekkert hrós fyrir það, þetta er gjöf Guðs, sem við með- tökum í auðmýkt, og sem við eigum að lifa með í auðmýkt. Og eitt ber okkur svo sannarlega að gera, það er að vera glaðir yfir þessu, og gleðjast þakklátsamlega, því að gjafari allra góðra gjafa hefir gefið okkur þau fríðindi að mega gleðjast sannri gleði. Það er að vera glaður í Kristi, glaður yfir því að vera laus undan óvissunni og óttanum, sem heimurinn gefur. „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“ Þannig kemst Jesús að orði í textanum, og þannig ávarpar hann okkur, þegar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.