Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 32
30 Sameiningin Hið unga ísraelsríki á í vök að verjast. Það er um- kringt af svörnum óvinum að norðan, austan og sunnan, en að vestan er hafið. Arabaríkin virðast nú sameinuð í þeim ákveðna tilgangi að steypa því í sjóinn. Nazzer, hinn egypzki, er sameiningartákn þeirra og hinn mikli messías. Ekki er talin bráð hætta á því að Arabar gangi á mála hjá kommún- istum, því að heimspeki þeirra stríðir á móti trúarbrögðum Múhameðstrúarmanna. Augljóst er, að Gyðingar hafa búið vel um sig í þeim landshlutum Palestínu, sem þeir hafa nú til umráða. Fram- farir þeirra eru svo örar, að furðu sætir. Þeir hafa flutt með sér inn í landið mikla tæknilega þekkingu á öllum sviðum, mikið fjármagn og þann viljakraft og dugnað, sem jafnan einkennir Gyðinga. Síðasta daginn, sem við dvöldum í Jerúsalem, Jordan megin, var okkur boðið til mannfagnaðar, þar sem nokkrir leiðtogar Arabaríkisins voru saman komnir. Borgarstjóri Jerúsalem flutti þar ræðu. Efni hennar var á þessa leið: í hvaða tilgangi leitast Arabar við að útiloka og ein- angra ísrael? Hverju getum við komið til leiðar með þeirri afstöðu? Hér er tvennu til að svara. Annars vegar er hér um tilfinningamál að ræða, sem á lítið skylt við röksemdir. Hins vegar er hér um að ræða skipulagða stefnu. Afstaða Araba til Gyðinga er byggð á óslökkvandi hatri og fyrir- litningu. Við reynum með ýmsu móti að láta í ljós hefndar- hug okkar vegna þeirrar meðferðar, sem við höfum orðið fyrir. Við erum sannfærðir um það, að með tímanum muni þetta Gyðingaríki leysast upp og hverfa. Við vitum ósköp vel, að þegar til lengdar lætur getur ísrael ekki þrifizt nema það hafi verzlunarsambönd við Arabaríkin. Við munum aldrei líða eða leyfa nein viðskipti við þessa innrásarmenn, önnur en vopnaviðskipti eða brottflutning þeirra með al- þjóðasamningi. Án verzlunarviðskipta verður fsrael brátt ómagi á amerískum og annarra þjóða Zíonistum, sem nú greiða stórar fúlgur árlega til þess að halda þessu ríki við. Á milli 50 og 70 milljónir dollara kom nú árlega frá Banda- ríkjunum einum í þessu skyni. Þýzkaland greiddi 70 millj-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.