Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 20
18
Sameiningin
Ég hefi spurt sjálfan mig, er hér brostinn hlekkur? Ég
vil taka það fram, að ég álít hér ekki vera um að ræða
eingöngu stað- og tímabundið fyrirbæri, heldur mjög Svo
algengt meðal afkomenda íslenzku landnemanna hér í álfu.
Það er áreiðanlegt, að sunnudagaskólarnir hafa ekki brugð-
izt skyldu sinni; það sem börnin kunna í þessum efnum,
það hafa þau flest lært þar. En tíminn, sem sunnudaga-
skólarnir hafa yfir að ráða, er allt of naumur, og hann getur
aldrei komið í stað þess tíma, sem foreldrarnir hafa yfir
að ráða til að kenna börnum sínum. Álit mitt er sem sé,
að hlekkurinn hafi brostið hjá foreldrunum. Ástæðan fyrir
því að svo fer finnst mér einnig vera augljós. Þegar þessir
foreldrar voru að alast upp, var þeim kennt á heimilunum
alveg frá bernsku bænirnar og versin, eins og gert hafði
verið á Islandi áður fyrr. Jafnvel þegar að þau stækkuðu
gengu þau á sunnudagaskóla, þar sem kennt var á íslenzku
og sem tók beint við af heimilunum. En það er hjá þessari
kynslóð, sem enskan verður tamari en íslenzkan, þeirra börn
tala svo til enga íslenzku. Hér brestur hlekkurinn. Foreldr-
unum er það ekki eiginlegt að kenna börnum sínum það
á ensku, sem þeim var kennt á íslenzku, svo það er látið
liggja í láginni að kenna þeim þessa hluti og treyst á
sunnudagaskólana í staðinn.
Mér finnst, að hér þurfi að koma á gagngerri breytingu.
Það er óbættur skaðinn, sem barnið verður fyrir, sem ekki
fær tækifæri til að læra fyrstu atriði kristindómsins við
kné móður sinnar. Það er því ánægjuefni að vera vottur að
því, að meiri áherzla skuli vera lögð á aukna heimilisguð-
rækni í öllum kirkjudeildum þessa stóra og fagra megin-
lands. En þess er brýn þörf, að við, sem berum þessi mál
fyrir brjósti, látum okkar ekki eftir liggja, en reynum á
allan hátt að styðja að því, að festin verði aftur heil og
óslitin, sú sem liggur á milli foreldri og barns, og flytur
einstaklingnum eina af stærstu gjöfum Guðs, að mega tala
við hann, og það jafnvel með orðum Frelsarans.