Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 22
20 Sameiningin stóð ekki upp og fylgdi honum ekki, heldur lifði hann lífi sínu kengbeygður inn í sjálfan sig — incurvatus in se, eins og Lúther segir. „Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér.“ Þegar menn heyra köllunina í þessu formi, þá hika margir, sem ef til vill eru hrifnir af Drottni vorum, meðan hann heldur sér í hæfi- legri fjarlægð. En lærisveinar hans verðum vér ekki, meðan fjarlægðin er fyrir hendi; án krossins er Drottinn vor ekki hugsanlegur, og án krossins erum vér heldur ekki hugsan- legir sem lærisveinar hans. En kross vor, þinn kross og minn kross, táknar þá baráttu, sem vér verðum að heyja, bæði í oss og umhverfis oss, hvar sem vér lifum, hvað sem vér störfum, undir öllum kringumstæðum. Krossinn táknar baráttu trúarinnar: Að læra skilyrðislaust af Jesú Kristi bæði að trúa og treysta. Krossinn táknar einnig baráttu lífsins: Að lifa sem ljóssins barn í heimi, sem elskar myrkrið, en hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, til þess að verk hans verði ekki opinber, til slíkrar baráttu kallar Drottinn oss, þegar hann segir: Fylg þú mér! Undir þessu merki skalt þú sigra! Undir þessu merki skalt þú blessun hljóta og verða til blessunar í öllu þínu lífi. Fylg þú mér! segir Drottinn. Berstu trúarinnar góðu baráttu og lifðu sem ljóssins barn. (Kristilegt Stúdentablað, 1959)

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.