Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 19
Sameiningin 17 Föðurinn, sem öllu ræður. En þessar bænir mínar áttu rætur sínar í bænunum, sem móðir mín kenndi mér og hvatti mig til að fara með reglulega. Ég álít, að bernska mín hafi ekki verið frábrugðin í neinu bernsku annarra jafnaldra minna á íslandi, ég tek hana hér sem dæmi, því ég þekki hana bezt. Þegar ég kom hingað vestur um haf til að þjóna hér sem prestur um óákveðna tímalengd, var margt, sem hreif mig í sambandi við kirkjulífið í þessari álfu. Til dæmis, svo eitthvað sé nefnt, hin almenna viðurkenning, sem því fylgir að vera góður kirkjumaður. Ég legg sérstaka áherzlu á orðið „almenna11 í þessu sambandi. Það fylgir því almenn viðurkenning hér, ef einstaklingurinn sækir vel kirkiu, styður söfnuð sinn á allan hátt og leggur til starfskrafta sína til safnaðarstarfsins í heild. Eins og áður segir, þá tek ég þetta aðeins sem dæmi, það var margt fleira, sem hreif mig. Mætti minna á annað atriði, það er hið almenna, sterka og vel skipulagða sunnudagaskólastarf safnaðanna. En þegar ég fór að undirbúa börn undir fermingu, tók ég eftir mjög svo sérstæðu fyrirbrigði. Aðeins örfá af börnunum gátu haft yfir eins síns liðs „Faðir vor“ eða skrifað bænina niður orðrétta í upphafi undirbúningstímans. Þau gátu öll sagt bænina í kór, þegar þau höfðu styrk hvert af öðru. Þegar ég fór að rannsaka þetta fyrirbrigði nánar, skýrðust brátt fyrir mér ýmsir drættir. Það var til dæmis ofur skiljan- legt, að þau gætu sagt „Faðir vor“ í kór, þegar það var tekið með í reikninginn, að þannig fara þau með hina drott- inlegu bæn á hverjum sunnudegi í sunnudagaskólunum, og sum þeirra jafnvel á hverjum degi í almennu skólunum. En hitt var auðsætt, að þau höfðu ekki tileinkað sér þessa bæn sem persónulega bæn, heldur miklu fremur sem hóp- lestur. Ég varð einnig þó nokkuð undrandi, þegar ég bað þau að skrifa niður bæn frá eigin brjósti, eða bæn, sem foreldrar þeirra hefðu kennt þeim. Þá varð árangurinn álíka óvæntur. Sum þeirra voru alveg miður sín og gátu ekki leyst þessa þraut, önnur komu með litla borðbæn eða þá brot úr sálmi.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.