Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 18
16 Sameiningin staðnæmdist það á hestunum um stund, karlar tóku ofan höfuðföt og stutt bæn var beðin, þar sem Guð var beðinn að varðveita þá, sem voru að leggja upp í ferð. Sama máli gegndi um sjóferðabænina. Hún var beðin skömmu eftir að ýtt var úr vör, það var einnig bæn um handleiðslu og varðveizlu Guðs. Ég hefi enga ástæðu til að halda, að þessi siður hafi ekki flutzt með landnemunum íslenzku hingað vestur um haf. Að minnsta kosti bendir áhugi þeirra á kirkjumálum til þess, að svo hafi verið. Guðrækni og bænrækni fara að öllu jafnaði saman. Svo virðist vera, að með öld hraðans og síðar meir öld atómsins, þá hafi þessi þáttur misst mikilvægi sitt meðal íslenzkrar þjóðar beggja megin hafsins. Heimilisguðrækni virðist hafa horfið með bættari samgönguháttum, bæna- stundirnar hverfa úr lífi fólksins, þeim er í mesta lagi haldið við á yfirborðslegan hátt með aðstoð útvarpsins. Ég er viss um, að hér er ekki um að ræða staðbundið fyrir- brigði meðal íslendinga einna, heldur mjög svo almennt fyrirbrigði, sem með réttu mætti kalla fylgifisk þessarar aldar. Ég hefi þó alls ekki leitað mér neinna upplýsinga um þetta atriði meðal annarra þjóðabrota, heldur dreg laus- lega ályktanir af.því, sem ég hefi séð í kring um mig. Þó, áður en lengra er haldið í þessari grein, vil ég taka það fram, að ég álít alls ekki að bænalíf íslendinga sé steindautt. Slíkt væri hrein og bein fjarstæða. Dautt bæna- líf er í rauninni hið sama og dauð trú. Ég minnist þess til dæmis heiman að frá mér, þegar ég var barn, var okkur börnunum öllum kennt að biðja, og við hvött til að halda neista bænarinnar lifandi eftir því sem við urðum eldri, þó að þar væru aldrei sameiginlegar guðræknis- og bænar- stundir, sem öll fjölskyldan tók þátt í. Og þannig held ég að það hafi verið með flest heimili, sem ég þekkti til á. Ég minnist þess einnig, að oft var mér mikill styrkur af bæninni í bernsku minni, ég á þar ekki við versin, sem móðir mín kenndi mér, heldur barnslegt tal mitt við Guð,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.