Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 4
2 Sameiningin í Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru Ólafur Erlendsson, bóndi og smiður, og Guðríður Þor- steinsdóttir, kona hans. Þau áttu stóran barnahóp, og var Sigurður elztur þeirra. Varð hann því snemma að vinna íyrir sér og hjálpa til með framfærslu fjölskyldunnar. Þrá hans til menntunar og frama varð því að lúta í lægra haldi um sinn. En er hin börnin komust á legg, tók hann að starfa utan heimilisins, og var þá um tíma sjómaður á þil- skipum við ísland. Nítján ára gamall afréði hann að leita fyrir sér um framtíðarmöguleika vestan hafs, og fluttist til Manitoba. Þar átti hann þó ekki langa viðdvöl í það sinn. Fluttist hann bráðlega vestur til Seattle, og þar og í Port- land, Oregon gekk hann á skóla næstu árin, jafnframt því sem hann stundaði margvísleg störf. Árið 1914 útskrifaðist hann í guðfræði frá lúterska prestaskólanum í Portland. Prestsvígslu hlaut hann 14. febrúar 1915. Vildi svo til, að vígsludagur hans var sunnudagurinn í föstuinngangi, og var hann minntur á það, að hann væri nú vígður til kross- ins, að bera hann og boða, prestsstarfið útheimti sjálfsaga, fórnarlund, stöðuga iðjusemi og þolinmæði í bæninni, en gæfi lítið í aðra hönd af gæðum þessa heims. Prestar nú- tímans búa yfirleitt við hin glæsilegustu kjör í saman- burði við frumbýlingsprestana á þeim árum. En honum var íullkunnugt um allt þetta. í niðurlagsorðum ævisögu sinnar, sem, eins og og venja er til, var lesin við vígsluna, segir hann: „Á þessum merkisdegi í sögu lífs míns finn ég sárt til þess hversu margt og mikið mig skortir, sem geri mann hæfan til starfsins helga, sem mér er nú falið á hendur. En ég hyl mig bak við Drottinn minn og treysti því, að hann leiði mig og styrki og gefi mér náð til að beina einhverri þreyttri sál til hans, og þá er takmarki mínu náð.“ Þarna koma strax fram þeir eiginleikar, sem vér dáðum svo mjög í fari hans: auðmýkt, hæverska, kærleikur, von og trú. Hann vildi aldrei troða sér fram, og hafði óbeit á öllu skrumi og yfirlæti. Það mun óhætt að fullyrða, að hann náði því takmarki, sem hann talar um á vígsludegi sínum, langt fram yfir það, sem hann gjörði sér vonir um eða vissi af. Guð einn veit hversu margar þreyttar sálir hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.