Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 43
af stærri kirkju, er hefir útbreiðslu fagnaðarerindis Krists
að megintilgangi. Kirkja Krists er ekki bundin neinum sér-
stökum þjóðflokkum í boðskap sínum, heldur er hún almenn
og alþjóðleg í því tilliti, og þannig ætti hún einnig að vera
í ytra skipulagi sínu. Þar ætti ekki að vera neitt rúm fyrir
varðveizlu þjóðlegra og þjóðernislegra séreinkenna. „Sam-
tök“ sem þau, er ég gat um áðan, eru miklu hentugri og
hæfari til slíks hlutverks.
Vér börn Hins íslenzka kirkjufélags erum hreykin af
arfleifð vorri og uppruna, hinu sterka bjargi, sem vér erum
höggnir af. En vér erum, eða vér ættum að vera enn
hreyknari af hinni kristilegu arfleifð vorri og trú, sem höfðar
til dýpri og varanlegri þarfa vorra. Og vér ættum ekki að
vera of treg til að beina augum okkar frá þrengri sjónar-
miðum til æðri sýna, að kristinni kirkju sameinaðri í stærri
hóp, til að þjóna betur Guði og sambræðrum vorum.
Séra Kristinn K. Ólafsson hefir nú lokið við að þýða
hina ágætu bók dr. Ásmundar Guðmundssonar biskups,
„Ævi Jesú“, á ensku. Er handritið nú í höndum dr. Ás-
mundar og leitar hann nú fyrir sér um útgefendur.
* * *
Dr. Ásmundur Guðmundsson og dr. Sigurður Nordal
starfa nú að nýrri þýðingu á Nýja testamentinu úr grísku
á islenzku. Báðir eru þessir menn fræðimenn og vand-
virkir. Vænta menn hins bezta af starfi þeirra.
:J: :|c
Fi’iðrik Friðriksson dr. theol., hinn víðfrægi æskulýðs-
leiðtogi íslendinga, er nú nýlátinn í hárri elli í Reykjavík.
Um skeið dvaldist hann hér vestanhafs og eignaðist fjölda
vina og aðdáenda.