Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 8
6 Sameiningin og metur, nægir til þess, að hann er hreykinn af þessari sögu, þegar hann er minntur á hana. Vér vitum allir, að myndun og skipulagning lúterskra safnaða af örsnauðum landnemum í nýjum heimi þeirra var mikið afrek, eins maklegt aðdáunar, blátt áfram frá mannlegu sjónarmiði og hvað annað, sem liggur eftir íslenzka menn á liðnum þremur aldarfjórðungum. Við getum að vísu ekki verið hreyknir af þessari sögu vegna þess, að heimalandar hafi lagt henni mikið til. En um það gegnir sama máli og alla liðna sögu, vér getum aldrei miklazt af því, sem aðrir hafa gert. Þetta hafa aðrir erfiðað, en vér fáum að ganga inn í uppskeru þeirra, njótum þess beint og óbeint. Hvert gott og bless- unarríkt starf, sem vér höfum spurnir af, einkum ef það er með einhverjum hætti nákomið oss, vekur oss hollan metnað, lyftir oss, hvetur oss til áræðis, gerir oss þannig meiri menn og betri menn. Slíkt þakkarefni hef ég hér fram að færa fyrir hönd íslenzkrar þjóðar. Meðtakið, vinir, þá þökk. ísland og öll þess börn fylgja þeirri þökk eftir. Vér blessum minningu þeirra manna, sem skópu þá sögu, sem vér minnumst hér, tjáum henni lotningu vora í nafni þess lands, þeirrar þjóðar, sem þeir voru sprottnir af. Ég hefi minnzt á það, sem er almennast og sjálfsagðast og stendur í sambandi við þau bönd, sem íslendingar eru tengdir, hvar sem þeir lifa, bæði í fortíð og nútíð. Þegar feður yðar og mæður hurfu frá íslandi og leituðu nýrra heimkynna í öðru landi, hurfu þeir ekki frá fortíð sinni. Það gerum vér aldrei með öllu. Það er meira í oss öllum af fortíðinni en vér gerum oss grein fyrir, af sigrum og ósigr- um, gleði og raunum forfeðra vorra. En hið liðna lifir að mestu leyti í oss ómeðvitað. Þó er líka til lifandi arfur, sem hefir þau auðkenni lífsins sjálfs, að hann skýtur æ nýjum sprotum, berst frá einni kynslóð til annarrar eins og neisti, er tendrar út frá sér. Slíkan arf tóku feður yðar með sér frá íslandi. Og það var ekki séríslenzk arfleifð. Það var brot af auðlegð kristilegrar kirkju Guðs á jörð, hinnar miklu móður, sem fyrir orð Guðs fæðir og nærir hvern kristinn mann, eins og Lúter kemst að orði. Börn íslands, sem hurfu af landi feðra sinna til þess að setjast

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.