Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 28
26
Sameiningin
Bretastjórnar til Palestínumálsins og hugsjóna Zíonista. Er
þetta bréf mjög frægt orðið, og er oft að því vikið sem
Yfirlýsingu Balfours lávarðar. Er bréfið því birt hér í laus-
legri þýðingu:
„Kæri Rothschild lávarður:
Mér er mikil ánægja að geta tilkynnt yður, í nafni
stjórnar hans Hátignar, Bretakonungs, samúðaryfirlýsing
þá, sem hér fylgir, með Zíonistahreyfingunni. Hefir hún
verið rædd og samþykkt á fundi ríkisráðs.
Stjórn hans Hátignar lítur með velvild á þá viðleitni að
stofna þjóðheimili fyrir Gyðinga í Palestínu og mun leitast
við að stuðla að framkvæmd hennar. Þó skal það tekið
fram, að ekkert skal gjört til að hindra eða takmarka á
nokkurn hátt borgaraleg eða trúarbragðaleg réttindi þeirra
íbúa landsins, sem fyrir eru, eða réttindi eða stjórnarfars-
lega afstöðu Gyðinga í nokkru öðru landi. Yðar einlægur,
Arthur James Balfour.“
Með þessu skjali töldu Zíonistar sig hafa fengið byr
undir báða vængi, og hertu þeir nú mjög á kröfum sínum.
Lögðu þeir nú fram við stjórnarvöld allra stórvelda ver-
aldarinnar fjórfalda kröfu og fylgdu fast eftir.
1. Palestína er eign Gyðinga samkvæmt sáttmála og fyrir-
heiti frá fornöld.
2. Palestína hefir sérstaka trúarbragðalega þýðingu fyrir
Gyðinga eina.
3. Gyðingar eru landlaus þjóð og þurfa því að eignast fóst-
urjörð og föðurland.
4. Bretar, sem hafa umboðsvald í landinu, hafa lofað að
stuðla að stofnun þjóðheimilis fyrir Gyðinga í landinu.
Það er ekki nóg. Gyðingar áskilja sér þann rétt að stofna
ísraels ríki í Palestínu.