Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 12
10
Sameiningin
lega talað, mátti um mig segja, að ég átti litla eða enga
trú mér í sál. Stöðug umgengni við vonlausa sjúkdóma og
þjáningar höfðu gert mig kaldan og tilfinningalausan. Ég
var mér þess meðvitandi, að ég hafði lagt mína ítrustu
krafta og alla mína þekkingu til að gera tilraun til að
frelsa líf þessara ungu og göfugu manna, og í flestum til-
fellum hafði ég beðið ósigur. Dauðinn tók herfang sitt úr
höndunum á mér.
Þennan Páskadagsmorgun vakti það mikla undrun í
huga mínum, hve mikil gleði og eftirvænting skein út úr
augum margra sjúklinganna, sem komu til guðsþjónust-
unnar 1 hjólastól sínum, eða gengu með veikum burðum,
leiddir af tveimur til sætis. Ég tók eftir hve innilega þeir
tóku þátt í að syngja sálmana — þessa sigursöngva Pásk-
anna. Ég heyrði prestinn lesa páskafrásögnina og bera fram
orð textans: Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir
Droitin vorn Jesúm Krisi. Það var sem sterk tilfinningar-
alda færi gegn um salinn. í hug mér kom spurningin. Sig-
urinn? Hvaða sigur er hér verið að tala um við þessa
blessaða menn með brákaða líkami og ólæknandi sjúkdóma?
Presturinn talaði stutta stund, um þýðingu Páskaboðskap-
arins — Dauðinn er yfirunninn, fáein fótmál eftir fyrir
hvern og einn, unga sem gamla, hrausta sem sjúka, en þau
fótmál leiddu frá dauðanum til lífsins. — Sálmurinn var
sunginn — blessun var lýst, og guðsþjónustan var á enda.
Ég gekk út úr salnum í leiðslu, annar maður en ég
var, er ég kom þangað. Eitthvert óskiljanlegt undra afl
hafði snert við mér. Síðan hefur allt mitt viðhorf breytzt.
Ég er sannfærður um, að hinn upprisni frelsari var nær-
staddur í þessum sal sjúkrahússins, sannfærður um að með
sinni blessandi nálægð veitti hann hverjum okkar, sem
þar vorum, þann styrk, er við helzt við þurftum.“
Þannig lýkur læknirinn frásögn sinni.
☆
Guð blessi oss öllum þessa páskahátíð. Megi eilífðar-
vissan ná tökum á hugum vor allra og slá ljóma sínum á
ófarin ævispor.
SIGURÐUR ÓLAFSSON