Sameiningin - 01.04.1960, Blaðsíða 37
Sameiningin
35
frá „Board of American Missions of U.L.C.A.“ og fyrir sér-
stök framlög frá safnaðarfólki. Húsið, sem keypt var, hefir
verið endurbætt á margvíslegan hátt og leitt inn í það renn-
andi vatn. Prestur á Langruth er séra Ingþór Indriðason.
Söfnuðurinn á Lundar er einnig að endurbæta prests-
seturshús sitt með aðstoð „Board of American Missions“.
Ætla þeir að setja nýtt upphitunarkerfi og rennandi vatn
í húsið. Prestur á Lundar er séra Jón Bjarman.
Séra Donald Johnson var formlega settur inn í embætti
sem sóknarprestur Minneotasóknar, Minnesota af ritara
Kirkjufélagsins, séra Donald Olsen, 21. nóvember s. 1. Séra
Wallace Bergman, Selkirk ,fyrrv. sóknarprestur í Minneota,
tók þátt í athöfninni.
Kirkjufréllir frá íslandi 1960
Guðfræðiprófi vorið 1960 luku þeir Jón Hnefill Aðal-
steinsson frá Jökuldal, N.-Múl., og Þórarinn Þórarinsson úr
Kelduhverfi, N.-Þing. Jón Hnefill var nýlega vígður til
prestsstarfa á Eskifirði, S.-Múl.
Kristniboðsvígsla fór fram í Vestmannaeyjum 29. maí
1960. Séra Sigurjón Árnason vígði þau læknishjónin Áslaugu
Johnsen og Jóhannes Ólafsson, sem munu starfa við norsku
trúboðsstöðina Gidole í Eþíópíu, og að nokkru við íslenzku
stöðina í Konsó. Jóhannes er sonur Ólafs Ólafssonar kristni-
boða.
Hópur íslenzkra æskumenna fór á æskulýðsmót í Sviss
í júlí 1960. Fararstjórar voru þeir séra Ólafur Skúlason fyrr-
verandi prestur á Mountain, N.D., og séra Sigurður Guð-
mundsson að Grenjaðarstað, S.-Þing.
Prestastefna Þjóðkirkju Islands var haldin dagana 27.
til 29. júní. Aðalumræðuefni prestastefnunnar voru „Fram-
tíð prestssetranna“ og „Veiting prestsembætta“. Útvarps-
erindi í sambandi við prestastefnuna fluttu séra Ólafur
Skúlason, um æskulýðsmál, og frú Rósa B. Blöndal, um
barnið, bókmenntirnar og trúna. Frú Rósa er kona séra
Ingólfs Ástmarssonar biskupsritara.