Sameiningin

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sameiningin - 01.04.1960, Qupperneq 22

Sameiningin - 01.04.1960, Qupperneq 22
20 Sameiningin stóð ekki upp og fylgdi honum ekki, heldur lifði hann lífi sínu kengbeygður inn í sjálfan sig — incurvatus in se, eins og Lúther segir. „Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér.“ Þegar menn heyra köllunina í þessu formi, þá hika margir, sem ef til vill eru hrifnir af Drottni vorum, meðan hann heldur sér í hæfi- legri fjarlægð. En lærisveinar hans verðum vér ekki, meðan fjarlægðin er fyrir hendi; án krossins er Drottinn vor ekki hugsanlegur, og án krossins erum vér heldur ekki hugsan- legir sem lærisveinar hans. En kross vor, þinn kross og minn kross, táknar þá baráttu, sem vér verðum að heyja, bæði í oss og umhverfis oss, hvar sem vér lifum, hvað sem vér störfum, undir öllum kringumstæðum. Krossinn táknar baráttu trúarinnar: Að læra skilyrðislaust af Jesú Kristi bæði að trúa og treysta. Krossinn táknar einnig baráttu lífsins: Að lifa sem ljóssins barn í heimi, sem elskar myrkrið, en hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, til þess að verk hans verði ekki opinber, til slíkrar baráttu kallar Drottinn oss, þegar hann segir: Fylg þú mér! Undir þessu merki skalt þú sigra! Undir þessu merki skalt þú blessun hljóta og verða til blessunar í öllu þínu lífi. Fylg þú mér! segir Drottinn. Berstu trúarinnar góðu baráttu og lifðu sem ljóssins barn. (Kristilegt Stúdentablað, 1959)

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.