Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 5
áj>ametmngm. Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristincLómi íslendinga gefið út af Hinu ev. lút. kirlijufélagi ísl. % Vesturheimi. XLIV. WININIFEQ, MARS 1929, Nr. 3 Bænarandvörp úr Guðs orði, sem orðin eru þáttur í bænarlífi kristninnar “H'erra, kenn þú oss að biðja.’’ “Auk þú oss trú.” “Eg trúi; hjálpa þú vantrú minni.” “Send ljós þitt og trúfesti þína, þau skulu leiða mig.” “V’arðveit mig Guð, því hjá þér leita eg hælis.” "Guð, vert þú mér syndugum líknsamur.” “Faðir, eg hef syndgað móti himninum og fyrir þér; eg er ekki framar verður að heita sonur þinn.” “Jesú meistari, miskunna þú oss.” “Skapa i mér hreint hjarta, ó Guö, og veit mér að nýju stöðugan anda.” “Prófa mig Guð, og þektu hjarta mitt; rannsaka mig og þektu hugsanir mínar; og sjá þú, hvort eg geng á glötunarvegi, og leið mig hinn eilífa veg.” “Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifandi Guði, hve nær mun eg fá að koma og birtast fyrir augliti Guðs.” “Lofa þá Drottinn, sála mín, og alt, sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú drottinn, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans, sem fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þin mein,....” “Drottinn, opna varir minar, svo að munnur minn kunngjörii nafn þitt!” “Faðir, í þínar hendur fel eg anda minn.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.