Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 9
71 öðrum mönnum.” Nú var ekkert dramb í vegi þess að hann, veitti öðrum hlutdeild í þessari uppgötvun sinni. Næsta ár mælti dr. Mott með Buchman til að veita forstöðu K. F. U. M. (Y.M.C.A.) við stóran ríkisháskóla í Bandarikj- unurn Tók hann stöðunni. Viðfangsefnið var ekki auðvelt. Námsfólkið var óvinveitt starfinu, og kennararnir sýndu kurteis- lega að þeir höfðu enga trú á því. Opinberar trúboðssamkomur mundu litlu áorka. Að hafa áhrif á einstaklinga var eini mögu- leikinn. Oft er í slíku starfi aðal áherzlan á því að geta talið sem flesta með. Hinn ungi forstöðumaður skyldi að það var ekki aðal atriðið. Hann trúði því fastlega að enginn hefði verulega gengið Kristi á hönd, fyr en hann sjálfur færi að gefa sig við því að| vinna aðra. Buchman kom það svo fyrir að þrír menn réðu mestu um áhrif í skólanum. \roru það yfirkennarinn í skólanum fDean), vinsæll og vel gefinn háskólastúdent, og foringi í vínsmyglara- hópi nefndur vanalega Bill “Pickle.” Hafði stjórn skólans reynst það ofjarl að hafa hendur í hári þeirra. — Vinsæli stú- dentinn hneigðist mjög að siðfræði, og taldi sig lærisvein Con- fúciusar, að minsta kosti í spaugi. En Buchman tók þetta í al- vöru, mót því sem hinn hafði búist við', og hélt því að honum að ef kenning Confúcíusar væri honum fullnægjandi, þá ætti hún að geta komið öðrum að liði. Hann skoraði á stúdentinn að reyna trú sína á Mike Milligan, aljjektum hænsnaþjófi í nágrennmu. Þegar hér var komið var náin vinátta orðin tneð Buchman og stúdentinum. Gekk hinn síðarnefndi inn á að taka áskoruninni. Áttu þrír mánuðir að ganga í þessa tilraun. Hinn ungi og ó- eigingjarni maður komst i kynni við fjölskylduna, heimsótti hana viku eftir viku, gaf börnunum gjafir og lagði konunni lið á ýms- an hátt. En húsbóndinn, Mike, var óbreyttur. Við lok hins á- kveðna tímabils kannaðist stúdentinn við að sér hefði ekkert orðið ágengt. Þá lagði Buchman til að þeir gerðu sameiginlega tilraun við Bill vínsmyglara. Buchman tókst að ná tiltrú hans og innan skamms gjörbreyttist ekki einungis þessi maður, sem átti upptökin að verstu áhrifum í skólanum, heldur líka lagði hann sig fram að vinna félaga sína til fylgdar við Krist. Stúdentinn, sem gert hafði tilraunina við hænsnaþjófinn, var svo hugfanginn af þessu að hann afréði að reyna sjálfur þá trú. sem öðru eins gæti afrekað. Fann hann betur til hvílíkt kraftaverk jjetta var, vegna þess hann hafði gert svipaða tilraun sjálfur. Yfirkennar- >nn var algerður trúleysingi, en er regla i skólanum varð honum auðveldari fyrir brevtt ástand hvað vínföng snerti, fann hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.