Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 18
80 hátíö í sumum löndum Norðurál'funnar. Vekur hin enska nýbreytni nri'kla eftirtekt, og verSur alment forvitni 4 Iþví hvernig hún tekst. Á Rússlandi hafa síöustu ntánuöina veriö geröar nýjar tilraunir til aö ibeela niöur öll trúarbrögö. Ný lög hafa gengiö í gildi, sem miöa aö því aö takmarka og hindra opirtbera tillbeiöslu og leggja höft á það að trúarleg áhrif fái aö komast aö í lífi þjóöarinnar. Allar trúarlegar samkomur kvenna, toarna og ungra manna, eru bannaðar. Kristileg eða itrúarleg bókasöfn og lestrarstofur eiga að leggjast niður. Alt, sem notað er til trúarlegra þarfa, er gert aðl þjóðeign, og trúarlegur félagsskapur fær að1 nota það einungis, sem lán og sam- kvæmt reglum stjómarinnar. Allar trúarlegar iðkanir undir beru lofti á opiriberum stöðúm eru hannaðar. Sömuleiðis alt trúarlegt til- hald á 'spítölum og fangahúsum, nerna einhver sjúkur beinlíinis æski þess fyrir sig. Orsökin til þessara ítrekuðu íilrauna að bæla niður alt trúar- legt, eru vel kunnar. Bqlshevistablöð kvarta undan vexti og við- gangi trúarlegs félagsskapar, ekki sízt í stórborgunum., því þar vekur það mesta eftirtekt. Þrátt fyrir alt, sé kirkjulegur félagsskapur og trúarleg samheldni að rétta við. Kristileg líknarstarfsemi sé að blómgast, koma á stofn sjúkrahúsum og á arrnan hátt að færa út kvíarnar. Þessa framför á að reyna að kyrkja með lögbundinni of- sókn. 1 bili gerir þetta kristnu fólki erfitt fyrir með mál sín og ýmsir einstaklingar verða beint píslarvottar, en eftir þessari leið tekst stjórninni aldrei að ropræta trúarlíf og kristiindóm. Kenning sög- unna um þetta efni vill gleymast. Tvær kristilegar mentastofnanir (collegesj í Japan, Doschischa í Kyoto og Jikeikei í Tokio, urðu fyrir þeim heiðri á síðastliðnu ári að vera styrktar fjárhagslega af stjórninni. Eru þetta elztu kristnu mentaskólarnir í landinu, og er hvorum um sig veitt $25,000.00 á ári næstu tíu árin. Fleiri kristilegir skólar hafa fengið loforð um styrk eins fljótt og fjárhagsástæður stjórnarinnar leyfi. Ber þetta greini- legan vott þess að þessar stofnanir hafi verið ákveðið' til blessunar í þjóð,lífinu, og að það sé viðurkent af stjórnarvöldunum. Hinum fræga söngflokki St. Olaf skólans í Northfield, Minne- sota, hefir verið boðið að taka þátt í allsherjar söngstefnu, Nationol Fedcration of Music Clubs í Boston í júní mæstk. Formaður nefnd- ar þeirrar, sem annast um undirbúning undir mót þetta, komst svo að orði í bréfi: “Vér teljum Mendelssohn kórinn í Toronto merkasta söngflokk í Canada, og viljum því setja fram jafnframt honurn merk- asta kór Bandaríkjanna, semi okkur öllum kemur saman urn að ’sé St. Oíaf söngflokkurinn frá Northfield, Minnesota.” Tíu af kennurunum við St. Olaf College er getið í síðustu út- gáfu af “Who is Who in America.” Er það skrá yfir nafnkenda

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.