Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 19
81 menn landsins. Af þessum tíu. hafa fimm stundað nám viS St. Olaf College og útskrifast þaðan. Eftirfylgandi frásögn er höfS eftir trúboða i Kína: Trúboði kom í afskekt smáþorp og fólki því, er safnaðist um hann á götunni, sagði hann með látlausum or’Sum frá Jesú, hvernig hann gekk í kring og gerði gott, bar umhyggju fyrir fólkinu, læknaði mein þess og frelsaði þaö úr fjötrum syndarinnar. “Já.” tók einn undir i hópnum, “við þektum hann. Hann átti hér heima.” “Nei, deiðréttii trúboðinn, “hann lifði fyrir mörgum öldum í fjar- lægu landi.” “Ekki mun það rétt,” kom >svar aftur úr hópnum, “hann átti hér heima og við þektum hann.” Svo fylgdu þeir trúboðanum út í graf- reit þorpsinsi og sýndu honum gröf læknatrúboða, sem nokkrum árum áður hafði starfað þar, læknað og látið líf sitt. Það var rétt, sem fólkið hélt fram. Jesús hafði lifað í þorpinu meðan læknatrúboðinn starfaði þar. Sameinaða kirkjan lúterska í Ameríku (United Lutheran Church) hefir safnað í loforðum í eftirlaunasjóð presta $4,176,000. Af þessu hefir þegar verið greitt $1,410,000'. Allar stærri kirkjudeildir eru bún- ar að koma þessu máli i gott horf' og er miðað að þvi að menn, sem varið hafa kröftum sínum í þjónustu kirkjunnar við lítil laun, þurfi ekki að kvíða ellinnar eða þess tíma, er þeir ekki lengur geta starfað. Sú saga er sögð af listamanni einum, að hann hafi átt að mála mynd af kirkju þar sem rikti dauði. Han kvað hafa sýnt í málverk- inu stóra og skrautlega kirkju í gotneskum 'stil að innan, með öllum þægindumi og út'búnaði í bezta lagi. presti og kór í viðhafnarskrúða og fyrirmannasnið’ á ikirkjugestum, en við dyrnar var stokkur merkt- ur “Til trúlboðs,” en yfir rifuna, sem taka átti á móti tillögum, var óslitinn kóngurlóar vefur. “Heldur þú að rnaður geti komist til himnarikis án þess að til- heyra kirkjunni?” spurðu þrir sæmdarmenn prestinn. “Það tel eg víst.” svaraði hann. Þeir :hlógu, klöppuðu honum á bak og töldu hann frjálslyndan. “Leyfið mér að spyrja yikkur að spunningu, og eg vil að þið svarið eins greiðiega og eg gerði,” sagði presturinn. “Hversvegna viljið þið komast til himnaríkis á þennan hátt?” Ekkert svar. “Hversvegna spyrjið þið mig ekki að annari spurningu?” hélt presturinn áfram: “Hversvegna spyrjið þið mig ekki hvort ekki megi komast til Englands án þess að fara á skipi eða loftfari?”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.