Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 13
til að vel fari. Öfgarnar og hiö óheilbrigða stafi af því að í þess- um málum og öðrum vandamálum samtíðarinnar, sé GuS og hans hjálp oft útilokuð. Einungis er kynferðislíf manna sé háð þeim leiðréttandi og helgandi áhrifum, sem lifandi samfélag við Guð veitir, geti það fært blessun en ekki bölvun nreð sér, og þjónað þvi augnamiði, sem því er ætlað af Guði. Eins hafa þeir inni- lega samhygð með ahri viðleitni að auka réttlætið á sviði þess ójafnaðar, sem í efnalegu tilliti þjakar að. En finna þó til þess að engin úrlausn í þessu efni dugir, sem gengur fram hjá því að breytt hjartalag þarf að liggja til grundvallar. En hvern árangur hefir nú þetta borið? Eru nokkur áþreif- anleg dæmi þess að þessi hreyfing hafi iborið þann árangur í lífi, sem gert hefir verið ráð fyrir? Dæmi hafa verið nefnd í sam- bandi við bvrjunarstarf Buchmans. Auk þess rná vísa til bókar- innar áðurnefndu, Life Cliangers, sem dregur fram mörg dærni urn gjörbreytt líf. Tilgreind skulu hér aðeins örfá dæmi í við- bót. Þrír Amerikumenn og einn Skoti kornust í náin kynni við Buchman. Þeir höfðu allir þegið góða mentun ócollege gradu- ates) og áttu kost á öllu því bezta, sem heimurinn hefir að bjóða. Enn frenrur höfðu þeir haft mikinn hug á þessu i einni eða ann- ari mynd ])ar til þeir kyntust þessum manni, sem skoraði á þá að yfirgefa alt og fylgja Kristi. Þeir höfðu leitt hjá sér margfalt auðveldari kröfur. En þetta greip hug þeirra, þó það þvínær gengi fam af þeim. En er þeir mánuð eftir mánuð kyntust sifelt betur þessurn einstaka manni, senr altaf fekkst við mannlega þörf og altaf fekk að vera vottur að nýjum kraftaverkum í breyttu lífi þeirra, er hann umgekst, rann upp fyrir þeirn sifelt skýrar að þannig gætu þeir sjálfir verið notaðir til blessunar í heiminum, ef 'þeir tækju áskorun hans. Ekkert annað nægði þeim. ]3uch~ man hafði unnið þá fyrir Krist og þeir fóru að vinna aðra. Vinsmyglari í einum stórbænum í austurhluta Bandaríkjanna varð fyrir þeim áhrifum af hreyfingu þessari að hann lagði niður sitt óheiðarlega starf, þó það væri arðsamt í peningalegu tilliti, og gaf sig við þvi að boða öðrum Krist, sem hann sjálfur hafði ngnast. Spiltur auðmannssonur frá suðurrikjunum, er í tíu áí hafði lifað í svalli og munaði, ibreytti gjörsamlega lifnaðarhátt- um sínum og sneri sér að því að verða prestur. Ung og efnuð hjón í New York, er nutu allra þeirra gæða er heimurinn hefir á boðstólum og stóðu framarlega í viðskiftalífinu og félagslíf- inu, fundu í ákveðnu kristindómslifi þá fullnægju. er þau aldrei áður höfðu þekt til. Slík dæmi, segir Atlantic Monthly frá, að rnegi margfalda í hundraðatali beggja nregin Atlantshafsins.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.