Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 12
74 öðrum. Þessir menn aÖhyllast ekki neitt annað en kent er í guð- spjöllunum, postulasögunni og pistlunum. Þeir trúa engu öðru en kristnir menn af öllum flökkum viðurkenna að minsta kosti i orði kveðnu. Aðal munurinn er sá hve hlífðarlaust þeir heim- færa kenninguna upp á lífið, Það er algengt að ganga út frá því á vorri tíð, að það verði að laga siðferðiskröfur Krists eftir mannlegu eð!i. Þessi hreyf- ing er á þeim grundvelli að mannlegt eðli verði að lagast eftir siðferðiskröfum Krists. Þeir trúa því að mannlegt eðli geti um- skapast frá rótum i þá átt að færast nær þeim kröfum, þannig að fram komi nýr maður og endurfæddiur. Þeir trúa því hiklaust að þannig umibreyttur maður geti verið leiddur í öllu af Guðs anda, sem verkar í mannssálinni. Bænin er þeim ekki einungis beiðni, heldur jafnvel fremur undirgefni og eftirvænting eftir því að fá fullvissu um Guðs vilja. Þeir miða að þvi að láta stjórn- ast í daglegri breytni sinni og starfi af hugsanaleiftrum, er geta borist þeim hvenær sem er en þó einkum i morgunkyrðinni árla, þó einungis þá er þeir af alhug þrá að vera leiddir af Guðs vilja og hafa afneitað eigin vilja sínum. Þeir trúa því að slíkt lifandi. samfélag við Guð sé ekki einungis unaðsríkt og fullnægjandi, heldur standi öllum til boða. í einu orði að Guð sé verulei'ki í lifi mannanna, eftir því hvaða alvöru þeir sýna í að heimfæra kröfur Krists upp' á líf sitt. Markmið hreyfingar þessarar og þá einnig móta þeirra eða gestaboða, sem nefnd hafa verið, er að ná til nútíðar einstakl- inga með áhrif Krists, þannig að merking þeirra sé ekki á neinni huldu. Einungis fyrir vináttu og tiltrú geta slík áhriíf borist frá einum einstaklingi til annars. Maður, sem á lífið í Kristi, verður að lifa svo nærri þeim er hann þráir að vinna fyrir Krist, að lifræn áhrif berist á milli. Líf fær einungis kveikt líf. Merking kenn- ingarinnar á að vera sýnd í lífi þeim, er hún á að ná til, um leið eða samfara því að áherzla er lögð á það í samræðu að útskýra sérstaklega hina lífrænu merkingu boðskaparins. Og aldrei er undanþegin sú hugsun og það takmark að maðurinn hafi ekki unnist fyrir Krist fyr en hann fer að vinna aðra. Ekki er það markmið þessarar hreyfingar að ganga framhjá vandamálum samtíðarinnar, heldur að leita úrlausnar á þeim í ljósi áhrifa Krists og vilja. Einungis í því andrúmslofti hyggja þessir menn að ráðið veröi fram úr þeim. Þannig má nefna kyn- ferðismálin og óréttlæti á sviði efnalegrar afkomu, sem hvoru- tveggja fanga mjög hugi manna í samtíð vorri. Þeir trúa því hiklaust að hér einnig nægi einungis áhrif lifandi kristindóms

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.