Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 28
yo lagið í einingu, lika söngflokkinn. Orgelið leggur til samræmið. En hversvegna taka svo margir, er ktrkju sœkja, ’svo lítinn eða engan þátt í kirkjusöngnum? Þeir eru kaldir og ósnortnir. Sálmurinn eftir prédikun er að jafnaSi 'bezt sunginn, því ræðan hefir vakið yl. Drungi í hugsun og tilfinningu ekki ,sízt á sunnudagsmorgna, er mjög al- gengur kvijli. Bezta lækningin er að taka öflugan þátt í að syngja inngöngusálminn. Hlvílik hrifning niundi úr því verða bæði fyrir einstaklinga og söfnuði, ef allir syngju tneð1 fullum rómi og krafti. Guðsþjónustan er andlegt ibað. Ef þú vilt njóta áhrifa þess til fulls, þá gef þig allan að því, sem fram fer, og tak þátt í söngnum af allri orku. Lýtt úr “Lutheran Herald” af K. K. Ó. Starfsmál kirkjufélagsins Á hverju kirkjuþingi voru eru gerðar ákvarðanir viðvíkjandi starfi árið sem i hönd fer. Er svo starfiÖ fengið í hendur enr- bættismönnum og starfsnefndum rnilli iþinga, og er ætlast tii að þeir komi þvi í framkvæmd, sem ráðstafað hefir verið, og að þeir safni nægilegu fé til að standa straum af þvi. Til þess að vel fari þarf almenningur að fylgjast með þvi, sem verið er að gera, og ljá því sinn stuðning. Og ef nógu almennur áhugi er fyrir mál- um vorum, erum vér ekki einungis þess megnugir að koma því í framkvæmd, sem vér erum að fást við, heldur miklu meira. Það þarf því að vaka fyrir hjá hverjum söfnuði að koma því inn i meðvitund allra, að þeirn tilheyra þessi mál, og ætti það að hvíla bæði á kistilegum áhuga og félagslegri trygð. Það |>arf að vera eins sjálfsögð skylda að sinna þessu eins og safnaðarstarfinu heimafyrir. Að það sé framför í þessa átt er eg ekki i nokkrum vafa um. En það þarf að vera stöðug áframhaldandi framför. Prestar og leiðtogar safnaðanna þurfa í tíma og ótíma að halda þessari hugsun vakandi. Kristilegur áhugi þarf að fá framrás í starfi, sem rniðar í kristilega átt. Og hver söfnuður þarf stöðugt að eignast Ijósari meðvitund um að starf hans má e-kki samkvæmt hugsjón kristninnar snúast einungis um hans heimastarf, þó þýð- ingarmikið sé. Það gildir um söfnuði ekki siður en einstaklinga, að þegar þeir eru óeigingjarnastir, græða þeir mest í kristilegu tilliti. í reyndinni á þetta að sýna sig í því að með hverju ári sé söfnuðurinn fljótari til að leggja fram sinn fulla skerf til hvers málefnis. Síðustu árin hefir þannig verið greinileg framför t. d.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.