Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 16
78 Úr því nú vísindin komast að þeirri niðurstööu að efnisheim- urinn meÖ öllum sínum eindurn á hreyfingu, fái rétta útskýringu einungis þegar skeyti hans ná til sálarinnar, sem ein getur úr þeim lesiÖ, leiÖir þaS þá ekki eftir réttri hugsun, tii þeirrar skoÖ- unar aÖ mannssálin sé æðst af öllu siköpuöu í tilverunni ? Leiðir þaÖ ekki i raun réttri til þeirrar skoÖunar að mannssálin sé æðsta markmiÖ GuÖs skapandi kraftar? “Stundum hæðunrst vér aS okkar örlitlu jörð og segjum: ‘Hún er svo smá rykögn i tilverunni að hún getur ekki skift miklii. Stjörnu eins og Betelguese kveÖur dálitið að.’ Er. er stærÖ réttur mælikvarði ? Óefað er Betelguese afar stór—urn þrjú hundruð miljón mílur að þvermáli. Sólkerfi vort gæti verið á hreyfingu innan í henni. En hvað er Betelguese? Ekkert nema stór gasbelgur—það er alt og sumt. Þrátt fyrir alla hennar stærS er hún sálarlaus. Hún getur ekki heyrt kallið, sem barst til mín þegar eg var óupplýstur drengur, að til-biðja við altari almáttugs Guðs. Þessar stóru stjörnur eru aðeins byrjunin í Guðs skapandi orku. En mannssálin eins langt og vísindin ná, er síðasti kaflinn í alheimssögunni sem skráður hefir verið. Það er í sálunni, sem guðdómurinn dvelur. Þegar vér hugsum um það, erurn vér ekki svo litilf jörleg. Vísindin hafa ekki fundið neitt í öllum heimi sem kemst einu sinni í samanburð við mannslífið hvað þýðingu snert- ir. “Hvar sem vísindin hafa kannað heiminn, hafa þau fundið að í honum birti'st sú meginregla að alt þjóni einhverju augna- miði. Þau skilja oss ekki eftir neina undanþágu frá þeirri niður- stöðu að á bak við alla tilveruna sé ákveðið stjórnandi afl. Vér höfum einungis um tvent að velja. Annaðhvort er röö og regla alheimsins tilviljun ein, eða það á rót sína að rekja til ákveðins vitsmuna-afls. H'vort af þessu aðhyllist þú sem skynsemi gædd vera ? “Perónulega trúi eg á guðlega vitsmuni, því það er einfald- ara og skiljanlegra. Það er í samræmi við alla reynslu mína. Þegar þú sér stjörnurnar hreyfast, hverja einstaka eftir sinni föstu rás, með þeirri nákvæmni, sem öllu mannlegu smiði er um megn; þegar þú sér fræið vaxa eftir nákvæmri tilhögun og verða að tré, eða ungbarnið þroskast til að vera sjálfstjórnandi mannleg vera, getur þú trúað því að það sé tilviljun ein? Slík trú vfir- gengur minn skilning. “Ennfremur, væri það skynsamlegt að ætla, að sálin, sem er það þýðingarmesta í sköpunarverkinu, fari’st þegar efnislikaminn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.