Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 29
91 í sambandi við heimatrúboð. Framkvæmdanefndin hefir lagt áætlun fyrir söfnuöina, og hefir fengið góðar undirtektir. Ef einhver söfnuður hefir enn ekki lokið hlutverki sínu á þessu sviði, væri vel að það drægist dkki lengur. í fyrra vantaði hins- vegar um $200 upp í heiðingjatrúboðstillag vort. Þurfa því að safnast á þessu ári $1400. Það hefir verið vakin athygli á því af góðum meðlimi kirkjufélagsins, hve fagurt sé starf trúbóða vors. Undir það þurfum vér að taka þannig að enginn halli verði á þessu ári. En það verður ekki nema áhugasamt fólk í hverjum söfnuði, hrindi rnálinu í horf hjá sér. Kirkjuþingið verður í ár með fyrsta móti, og því er þörf fyrir alla að taka sig í vakt snemma. Kátið engin vonbrigði verða í þessu rnáli. Hið sama gildir um öll starfsmál kirkjufélagsins. Eg hefi minst á þau fremur sem eru í höndum framkvæmdaanefndarinnar, en ekki vegna þess að mér sé eklki jafn ant um að öll vor mál fái þann stuðning, sem þau þurfa. Vilja ekki söfnuðir og ein- staklingar kirkjufélagsins hafa það vakandi á meðvitundinni að hafa gert sinn skerf i samlbandi viö öll vor mál fyrir kirkjuþing? K. K. Ó. Biblífélagið breska og erlenda Á þessu ári eru liðin 125 ár frá stofnun þess mikla félags, og er viðburðar þess viða minst með hátíðahöldum um þetta leyti. Stofnfundur félagsins var haldinn í Lundúnum 7. Marz, 1804. Tilgangur félagsins er sá einn, að útbreiða heilaga ritningu um allan heirn, án skýringa og athugasemdalaust. Félagið telst ekki til einni kirkjudeild fremur annari. Allar deildir írfótmælend'a- kirkju og Austurlanda-kirkjunnar hafa notið blessunar af starfi fé- lagsins. Síðan féjagið var stofnað hefir það gefið út 385,838,000 ein- tök af hiblíunni. Félagið hefir gefið út biblíuna, eða eitthvað af henni, á 613 tungumálttm. Á árinu, sem leið, birtist hún á 15 nýjurn tu’ngumiálum. Vitanlega er engin hók í heinti jafn-útbreidd sem heilög ritning, né þýdd1 á jafnmörg tunguníál. Vér íslendingar erum i mikilli skuld við Riblíufélagið, því það hefir kostað útgáfu biblíunnar á voru máli og hefir jafnan á boð- stólum tipplag af islenzkum bibiium, einkar vandaðar útgáfur. Vit- anlega hefir útgáfan ekki borgað sig, peningalega, fyrir félagið. Tilkostnaður Bihlíufélagsins er til jáfnaðar urn $5000 á dag. Tekjur sínar fær félagið af biiblíum þeim, er það selur út um aljan heim, og af gjöfum frá kristindómsvinum í öllum löndum. Beinar tekjur (ágóði af sölunniý næðu skarnt, því félagið hefir feikna til-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.