Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 6
68 A föstudaging langa Bæn: Drottinn Jesús Kristur, þú, sem í gær og í dag og að eilífu ert hinn sami, þú frelsari mannanna fyrir mátt kærleika þíns til alls mannkynsins, ekki ein kynslóS heldur allar kynslóÖir hafa hrygt þig og sært. Með sjálfsþótta vorum, hugsunarleysi. eigingirni, skorti á siSferÖislegu þreki og kærleika höfum vér átt þátt í því að auka á sársauka þinn. Lát mátt þess eilífa kærleika, sem þú hefir birt oss, gera oss þátttakandi í angist sálar þinnar og þínum fórnandi kærleika, svo vér fáum óbeit á syndinni og líf vort og vilji verSi á valdi vilja þíns. Gef aS allir menn mættu fá aS þekkja þig og þrá aS vera leiddir af þínum áhrifum, eins og er kærleiksvilji föSursins, sem þig sendi. í þínu nafni. Amen. ÞaS hefir veriS deilt um merkingu krossins á Golgata og krossdauSa Jesú á föstudaginn langa. En engum getur dulist, sem þeim atburSi gefur gaum, hvílíkur kraftur er i honum fólg- inn til aS hertaka sálir mannanna. Frá fyrsta orSinu á kross- inum, “FaSir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvaS þeir gei'a,” til hins síSasta, “FaSir í þínar hendur fel eg minn anda,” erum vér á sviSi þess, sem grípur inn í sálir mannanna inn aS instu rótum. HiS sama gildir um krossferilinn allan. Ýmislegt hefir viljaS skyggja á þetta eSa draga úr réttmætum áhrifum þess. Menn hafa deilt um skoöanir og kennisetningar, og látiS þaS skyggja á veruleikann sjálfan. ÞaS eina, sem leiS- rétt getúr, er aS lifa sig fremur inn í anda hinnar óbreyttu frá- sögu um krossferilinn, svo hvert atriSi þar fái betur aS njóta sin hleypidómalaust. MeS því aS hafna þeirri hugsun aS krossdauSi Jesú og písl- arferill hafi veriS GuSi þóknanlegur, hefir ýmsum fundist þeir ekki þurfa a‘S gefa fórnardauSa Jesú frekari gaum. Vitanlega var glæpur. þeirra, sem sekir voru um líflát Jesú, GuSi viSur- stvgS. En þaS skyggir ekki á dýriS krossferilsins. Þar birtist fórnandi kærleikur í æSsta veldi, sem GuSi var áreiSanlega þókn- anlegur, eins og hann hrífur hiS bezta í siSferSisvitund mann- anna. Einungis er menn lúta krafti þess kærleika eru þeir færir um aS meta hann jafnvel aS nokkru leyti. MeS .því aS hafna þeirri kenningu aS sú angist, sem Jesús leiS, geti veriS mönnunum aS nokkru liSi, hefir öSrum fundist þeir vera búnir aS gefa málinu nægileg skil. En hver er kominn til aS segja aS þaÖ,sem einn líSur vegna annars af kærleika, sé nokkurntíma þýSingarlaust ? Eru ekki miklu framar dæmi til

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.