Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 8
70 auglýsingu. Upphafsmaður hreyfingarinnar, sem áunnið hefir sér þaÖ heiti aÖ vera nefndur “postuli æskunnar” vegna áhrifa sinna í kristilega átt á ungt fólk, forðast beinlínis að láta sín getið. Hann hefir starfað aðallega á Englandi og í Bandaríkjunum. Á Englandi vakti starf hans athygli hins velþekta -blaðamanns og rithöfundar, Harold Begbie, sem fór þess á leit að fá að skrifa bók um starfið. Var leyfi til þess veitt með þvi skilyrði að upphafs- maður hreyfingarinnar ekki væri nefndur. Var bókin, er nefnist Life Changers, síðan gefin út bæði á Englandi og í Ameríku. Einnig hefir all-ítarleg frásögn um hreyfinguna birst hér í Ame- ríku í Atlantic Monthly. En þeir, sem að hreyfingunni standa virða-st sammála upphafsmanni hennar í því, að auglýsingafum komi ekki að miklu liði. Fvrst skal minnast að nokkru mannsins, er á upptökin að hrevfingu þessari. Er hann lúterskur prestur um fimtugt, F. N. D. Buchman að nafni. Er hann fæddur og uppalinn í smáb-æ í Pennsylvania ríki, útskrifaður frá Muhlenberg College og lút- erskum prestaskóla, Mt. Airy að eg hygg. Er maðurinn að sögn mög látlaus og sýnir það lítið á yfirborði að hann sé áhrifamaður. Eftir að hafa lokið námi fékst hann í eitt eða tvö ár við siðbóta- starf fsocial service), auk þess að ferðast' i útlöndum. Árið 1908 var hann staddur í Keswiok á Englandi. Fram að þeim tima hafði hann ekki átt neina ákveðna kristilega trúarreynslu. Hann var vansæll og á reiki. Hann ól gremju í hjarta sínu gagnvart vissum einstaklingum í hópi trúrækinna manna. Um nokkurt skeið hafði hann haft það á tilfinningunni ónotalega, að þetta myndi orsökin til vansælu sinnar. En dramb stóð i vegi þess að hann; auðmýkti sig fvrir mótstöðumönnum sínum. I þessu ástandi varð honum reikað inn í litla sveita-kirkju og hlýddi þar á konu nokkra flytja erindi um merkingu krossins. Hann veit ekki sjálfur nafn konu þessarar, en eitthvað sem hún sagði kom djúpu róti á sálarlíf hans, svo hann sá sjálfan sig í nýju ljósi. Var það úrslitastund í lífi hans. Næsta dag lét hann í póstinn sex bréf til Ameríku, látlausar afsökunarbeiðnir til mótstöðumanna sinna. Arar upphafið á hverju bréfi þessar hendingar úr sálmi: When I survey the wondrous eross On which the Prince of Glory died, My richest gain I count but loss, And pour contempt on all my pride. Frá þessum sex mönnum fékk hann vist aklrei svar, en 1111 í fyrsta sinn fann hann til áhrifa Krists raunverulega hið innra hjá sér. Hann var ekki lengur á reiki. Siðan liefir hann gert sér grein fyrir að “synd er það, sem aðskilur mann frá Guði eða

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.