Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 15
77 indum ('American Society for the Advancement of Scienceý, og er þa<5 einn rnesti heiÖur í vísindalegu tilliti í öllum heimi. Það. sem hann segir, er því grundvallað á nákvæmri vísindalegri þekk- ingu um leið og það á rætur í náinni lífsreynslu, er þekkir erfið- leika, baráttu, vonlbrigði og sigur. “'Þegar eg var drengur í Serbíu,” segir dr. Pupin, “varði eg nokkru af tímanum með öðrum drengjum við að sitja yfir uxum feðra okkar meðan þeir voru á beit. Á næturnar var eg hrifinn af töframagni stjarnanna, sem lýstu upp himinhvolfið. Eg gerði mér í hugarlund að birta stjarnanna væri boöskapur Guðs til vor um tíma næturinnar og um dögunina, sem var í vændum. “Þegar klukkurnar hringdu til kvöldbæna, sagði móðir mín, sem var guðhrædd kona, við mig, ‘Michael, heyrir þú hið guð- lega boð, sem kallar þig að altari Drottins?’ Þannig vandist eg á það smám saman að skoða hljóm kirkjuklukkunnar sem boð frá Guöi. “Það var því engin furða að þegar í bernsku lagði eg oft fyrir mig tvær spurningar: Hvað er hljóð? og hvað er ljós? Leit eftir svari við þessum tveimur spurningum, hefir eflaust ákvarð- að feril minn sem vísindamanns. “Eg komst að því sem vísindamaður að hljóð orsakast af titringi í efnislegum hlutum. En titringur efnisins er einungis einn litill hlekkur í því að tengja saman hinn ytri efnisheim og hinn innri heirn mannssálarinnar. Þar í huga mannsins þýðir sálin boðskap hljóðsins. Og því meira sem eg hugsa um þetta sem vísindamaður, því betur sannfærist eg um að hugarburður minn í bernsku var sannur—hljóðið er boðskapur til sálna vorra. “Nú, þegar eg heyri Kreisler leika á hljóðfæri eða einhvem annan stórfeldan listamann, þá finn eg til þess að hann er að láta hina titrandi strengi tala máli, sem sannarlega flytur boðskap frá hæðum. “Eg hefi komist að því að ljósið er bylgjur af smáhreyfing- um, er berast gegnum geiminn frá minstu efniseindum sólarinnar og stjarnanna. Og alveg eins og hljóðið verkar á taugar eyrans til að f'lytja boðskap frá hinum ytra heimi til hins innra heims sálarinnar, eins verka bylgjur eindanna á taugar augans, sem flytja boðskap þeirra til heilans. Þar les mannssálin úr þeim boðskap og áttar sig á merkingu hans. Merking allra þessara bylgja kemur þá einungis í ljós, er sálin les úr þeim. Og því rneir sem eg hugsa um það sem vísindamaður, því betur verður mér ljóst að geislarnir frá stjörnunum rólegu, sem féllu á augu mín er eg gætti uxanna forðurn, voru í raun réttri boðskapur1 til sálarinn- ar, er kunngerði dýrð Guðs.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.