Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 24
Ef rúm og tíini leyfðu væri auðvelt að sýna og sanna að skóla- fyrirkomulagiS alt á rót sína að rekja ti-,1 kirkjunnar og kristindóms- ins. Einnig væri það hægðarleikur að rökstySja :þá staðhæfingu aö kristindómurinn hafi hrint á staö hinni stórkostlegu rannsó'kna- og vísindaöldu, sem svo mikið- her á í heiminum nú. Því til sönnunar má benda á þann raunveruleik aS vísindin hafa þroskast eingöngu innan vébanda hins kristna heims. En ætlunarverk mitt í þetta sinn var ekki aS fara út í þessa sálma, heldur að svara spurningunni: “Er trúin vísindaleg?” “HvaS eru sönn vísindi ?” Þau eru þekking, sem bíiiS er aS sanna. á óyggjandi hátt, meS lifandi reynslu, áreiSanlegri eftirtekt og réttri hugsun. Er þetta ekki lika rétt lýsing á trúarlífi sannkristins manns? Mér til fróSleiks taldi eg oröin “þekking” (og aS þekkja) og “trú” (og aS trúa) í Cruden’s Concordance og komst aS raun um aS hiS fyrra kemur fyrir 1058 sinnum, en hiö síSara 200 sinnum í Biblíunni Þekkingunni er þessvegna gert hærra undir höfSi í hinum helgu ritum en trúnni. En í því er hiS eilífa líf fólgið, aS þeir þekkv þig, hinn eiina sanna GuS, og þann sem þú sendir, Jesúm Krist,” sagði blessáöi Frelsarinn í æösta prests bæninni miklu, sem er skrásett í 17. kap. Jóhannesar guðspjalls. “En vaxiö í náS og þekkingu Drottins> vors og frelsara Jesú Krists,” sagöi hann, sem Meistarinn mikli kall- aöi “Helluhjarg.” hekkingin skipar öndvegið í reynslu kristins mO-nns. Trúin er meira en játning! Meira en samíþykki ! Hún er líf. Líf er rcynsla. Reynsla er þekking. Þekking er vísindi. SanntrúaSur kristnin maSur þekki guð. Hann hefir reynt föSur- kærleika hans. Hann hefir reynt sáluhjálpina í Jesú Kristi. Hamn hefir reynt leiðsögn og innlblástur Heilags Anda. Hinn þrí-eini guö er heilagur raunveruleiki í huga hans, hjarta og sál—raunveruleiki, sem aö gagntekur og gegnsýrir alt hans líf. Já! Gúðdómurinn er honum jafn verulegur raunveruleiki og þyngd- arlögmál jarðariinnar, hlóSrásin í æðum hans, eða sólargeislarnir, sem leika viS vanga hans. Kristinn maSur hefir vísindalega þekkingu á Guöi. En aö “þekkja” og aö “skilja” er sitt :hvaS. Vér þekkjum rafmagnið, en skiljum þaS ekki nema að nokkru leyti. Vér þekkjum radíóið, en hver getur útskýrt það fullkomlega? Vér þekkjum blómið ilmsæta, en hver skilur lífiS sem að framleiðir þennan ilm og fegurö? Vér þekkjum allskonar gómsætan og ljúffengan mat, en hvað margir gætu gefiS efnafræöislega útskýringu á einum einasta matarbita, sem þeir horðuSu í dag-. AuSvitaS verSur mannikynið aldrei svo full- komiS aS þaS géti útskýrt guödómiinn út i yztu æsar, að ætlast tii þess er heimska á hæsta stigi. En vér getum þekt hann. sem ástríkan föSur, er heyrir bænir,.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.