Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 11
73 mistökin og leituÖu þess meira, sem lífiÖ gæti fært þeim, en þeir þegar höfðu öSlast. Tveim árum seinna var Buchman i Cambridge á Englandi. Hafði hann meðferðis bréf til sona ýmsra þeirra manna, er hann hafði kynst í austurlöndum. Tveir af þeim ungu mönnum fóru meÖ honum til Bandaríkjanna og heimsóttu þar með honum ýmsa æðri skóla. SumariÖ 1921 var hann a'ftur í Camhridge og var með á stefnu eða gestaboði yfir helgi með námsmönnum bæði frá Ox- ford og Cambridge. ÞingmaSur úr brezka þinginu var viðstadd- ur og sagði hinum ungu námsmönnum frá því hreinskilislega að hann hefði lagt aðal áherzlu á það í lífinu að njóta gæða sjálfur, að hann væri óánægður og vansæll og þráði að hinir ungu menn viðstaddir mættu læra aS óförum sínum. Síðan hafa slíkar stefn- ur eða gestaboð orðið all-tíð bæði á Englandi og í Ameríku. Og það sem mest er um vert, hefir orðið sú feikna breyting til góðs í lífi margra þeirra, er þannig hafa orðið fyrir persónulegum á- áhrifum. Tala þeirra, sem sækja er frá tuttúgú upp í tvö hundr- uð. Stundum eru þessar stefnur í gistuhúsum út í sveit, stund- um á stórum heimilum og víðar, eftir ástæðum. Mest gætir þar æskulýðs á tvítugsaldri, þó fleiri og fleiri af foreldrum og fólki af öllu reki og stéttum fylgist með. Þannig hefir myndast hreyfing i kristilega átt, sem byggir alt á persónulegum áhrifum. Ekki er um neinn nýjan félagsskap að ræða, heldur um hóp eða hópa af fólki, sem gagnteknir eru af sama anda. Þeim er að takast að leiða í ljós það lífsgildi, sem fólgið er í hinum alkunna boðskap kristindómsins. Þetta fólk leitast við að heimfæra upp á eigið líf sitt kenningar nýja testa- mentisins. Það vinnur efti því sem það frekast getur innan vé- banda kirkjuflokkanna, sem eru fyrir hendi, en nær og það með miklum árangri til fólks, sérstaklega ungs fólks, sem að staðaldri kemur aldrei inn fyrir kirkjudyr. Eina leiðin fyrir þeim að vinna fjöldann er að vinna einstaklingana. Áhugi þeirra er ekki svo mjög fyrir trúnni frá hlið kenningaratriða um Guð eða Krist. heldur fyrir því lifi, sem hún krefst. ITver einstaklingur er þess fullviss á grundvelli sinnar eigin reynslu, að Guð er veruleiki og að ekkert getur fráskilið manninn þekkingu á Guði nema synd, hvort sem maðurinn er sér hennar meðvitandi eða ekki. Söm er fullvissan um að Jesús Kristur sé frelsari frá syndinni og að maðurinn verði hreinn fyrir að aðhyllasfi hann af einbeittum vilja, er hann viðurkennir og snýr baki viö synd sinni og ófullkomleika og tengist órjúfanlegri trygð í lífi sínu, vilja Guðs, eins og hann verður honum ljós fyrir bæn, eftirvæntingu og vitnisburð fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.