Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 22
84 bekknum? Því ekki aö hugsa sér aS hann væri í kirkjunni einmitt á þessari stundu ! Presturinn ásetti sér að prédika eins og Jesú myndi sérílagi falla í geð, eins og hann væri einn meðal hinna fáu áheyrenda sinna. — Gleymt var umtalsefnið í ræðunni, er lá á prédikunarstólnum, gleymt alt nema það, að Jesús var nálægur! Að söinnu talaði presturinn með öllu óundirbúinn, en hrifning snart sálu hans, og honum fanst sem ný dýrð hefði fylt sálu sína. — Hann talaði um meðalgöngu Jesú og elsku Guðs er í honum opimberaðist, hann taiaði um fyrirgef- andi elsku Guðs, og friS þann, er Guð einn gæti veitt sálu syndugs manns. Stundartilfinningin, er áður hafði hreyft sér,—vonbrigðin yfir því ihve fáir voru viðstaddir var nú með öllu horfin. Blska Guðs og sælan af samfélaginu við hann—nærvera Jesú gerði hann svo und- ursamlega sælan. Alt hvarf fyrir þessari hugsun, að Jesú var ná- lægur ! Jesús var í kirkjunni! Fyrir þessa hina fáu, sem að viðstaddir voru, hafði frelsarinn dáið á 'krossinum. Stærsta hjutverk prestsins hér eftir myndi það, að hlynna að kærleika sálar sinnar gagnvart öllum mönnum. Hann skildi hið dýrðlega hlutverk prestsins betur en nokkru sinni fyr. Við lok ræðunnar ríkti gleðin enn í sálu hans. Honum fanst sem að andi sinn hefði farið um ihelga staði. Hann sá nýtt útsýni yfir mannlífið, sem Guð, af náð faafði opnað honum á óvæntan hátt. Eftir guðsþjónustuna, reyndi hann að skrifa niður ræðuna er hann hafði flutt, en honum fanst sem| hann gæti það með engu móti. Nokkrum dögum seinna fékk presturinn faréfj ekki kannaðist hann við áritun þess; hann las bréfið og honum hitnaði um hjartaræt- ur yfir innifaaldi þess, og daggperlur blikuðu í augum hans er hann las það. Bréfið hljóðaði á þessa leið: Eæri herra prestur: Ef til vill tókst þú ekki ©ftir mér á sunnudagsmorguninn var, þar sem eg sat tötralega til fara fram við dyr. Af hjarta vildi eg þakka þér orð þín töluð þar. Eífsferill minn hefir verið þyrnibraut. en eg vil ekki 'þreyta þig mér óþektan mann á æfiraunum mínurn. Hitt vildi eg þó segja þér, sem er efni bréfs þessa, að á sunnudags- morguninn var eg á leið ofan að ánni ti,l þess að stytta mér aldur; en kirkjan þín var á leið' minni, og löngun greip mig að fara imn, það var sem eitthvert afl þrengdí mér til þess. Eg 'bjóst nú við að heyra venjulega ræðu um spillingu heimsins og vonsku mannanna, en þegar þú ibyrjaðir að tala, fanst mér sem eg væri mér meðvitandi um nálægð frelsarans—og þú talaðir þau orð, sem eg þurfti með og tók til mín. Þau létu mig finna til und- ursamlegrar elsku Guðs, 'Semí ávalt heldur vörð. Og þegar maður sannfærist um elsku hans, kemur hann auga á sína eigin afstöðu, afbrot og syndir, án þess að honum sé sagt frá þeim með svo mörgum orðum.—

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.