Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 10
sig' meir og meir dreginn a'ð (þeirri trú, senr önnur eins krafta- verk gæti leitt af sér í nútíðarlífi. Loks gerði hann opinbera viðurkenningu þess að hann hefði tekið trú. Innan þriggja ára stunduðu tólf hundruð af nenrendum skólans bibliunám af fráls- um vilja. Þetta varð byrjunin á starfi þessa nrerkilega nranns. AriS 1915 yfirgaf hann háskólann og ferðaðist ttnr Indland, Kóreu og Japan með Sherwood Eddy. Árið 1916 var hann aftur í Ameríku og flutti fyrirlestra við Hartford guðfræðaskólann. Frá 1917— 1919 var hann aftur í Asíu. Á þessunr árunr voru að skýrast í huga hans grundvallaratriði þess kristilega starfs, sem honunr fanst samtíðin þarfnast öllu öðru frenrur. Er það persónulegt starf, sem miðar að því að vinna einstaklinga til fylgdar við Krist. í bréfi frá þessari tíð farast honunr orð á þessa leið: “Þessi grundvallarregla Jpersónulegt starf) er óaðskiljanlegur hluti kristindónrsins og óhjákvænrilegt skilyrði fyrir franrför. Eitt stór vandanrál samtíðarinnar er að persónusambönd hafa tapast á öllum sviðum. I viðskiftalífinu, uppfræðslustarfi og allri trúboðsviðleitni, þurfunr vér að snúa aftur að grundvallarreglu Krists, sem ófrávíkjanlegri og ná sambandi við einstaklinga. Þeir, senr vér þráum að vinna, þurfa að konrast í persónulegt sam- band við hjarta þeirrar hreyfingar, senr á að snerta þá,—en hjarta hverrar hreyfingar er mannssál brennandi af áhuga.” Sú sannfæring festist í huga Buchmans að hvergi væri að finna vanræktaðri eða óheppilegar ræktuð svið í kristilegu tilliti í hinunr enskumælandi heinri en lærðu skólana og háskólana á Englandi og í Anreríku. Einnig fann hann til þess að þar var hinn æskilegasti efniviður í lífræna kristilega hreyfingu. Þar var unr ungt, efnilegt og nrentað fólk að ræða. Fyrir allan þorra þess var hin venjulega trúrækni einungis byrði, ef ekki jafnvel leyfar af hindurvitnum, senr nrentað fólk leiðir hjá sér. Fyrir honum vakti að ná til ]ress nreð persónulegunr áhrifunr. Til þess hugkvænrdist honunr að nota mætti gestaboð þa u, er nefnast “house parties.” Er hóp af fólki boðið að vera saman á heinrili venjulegast yfir helgi. Slík sanrdvöl virtist honum nrundi opna leið fyrir kristileg áhrif á einstaklinga. Sumarið 1918 var fyrsta gestaboðið af þessu tagi í Kuling, sunrardvalarstað í Kína. \Oru þar sanran unr hundrað kínversk- ir og útlendir lcristnir nrenn i tvær vikur—trúboðar, prestar. stjórnmálamenn, verzlunarmenn, læknar og fl. Áttu þeir samtal hreinskilnislega unr það dýpsta í lífsreynslu sinni, könnuðust við

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.