Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 20
82 “Gott og vel,” sögöu þeir, “viö skulunn spyrja að því. Hvaö er svariö?” “Eg sé enga ástæðu til þess aö maður geti ekki komist til Eng- lands án þess að fara á skipi eða loftfari, ef maður er nógu góður að synda, bindur sér á bak nesti til ferðarinnar, er fær um að þola hafrótið og er ekki rifinn í sig af hákörlum—en haldið' þið að hann yrði langt á undan þeim, sem færu á skipi?” (Eauslega þýttj. Síðan séra Valdimar Eylands tó.k að þjóna norskum söfnuði i Makoti í Norður Dakota og þar í grendi urn miðbik ársins, sem leið, hefir hann gefið út kristilegt smáblað fyrir söfnuði sína, er hann nefnir The Lutheran Messenger. í blaðinu er skrá yfir guðsþjón- ustur safnaðanna fyrir næsta miánuð og annað er viðkemur starf- inu, fréttir og uppbyggilegt lesmál. Kemur þlaðið úf mánaðarlega. Er frágangur allur hinn myndarlegasti og útgefandanum til sóma. Vekur það sérstaka eftirtekt að ekki eru neinar aulýsingar í blaðinu til inntekta. Mrs. James J. Davis, kona verkamálaráðherrans í Washington undir stjórn Coolidge, tilheyrir Luther Memorial Church þar í borg- inni. Undir hennar forystu eru meðlimir Sameinuðu lútersku kirkj- unnar (United Lutheran Church) í borginni að safna $100,000.00 í sjóð til styrktar fyrirhuguðum kvennaskóla í Washington, sem ætlast er til að hefja starf í septerriber 1930. S'kólinn á að vera ntenta- skóli (collegej á kristilegum grundvelli. Meðal þeirra, er veitt hafa fjárhagslegan stuðning, teljast Calvin Coolidge og Amdrew Mellon, f j ármálaráðherra. Eins og minst hefir verið á hér áður er hinn alkunni skóli, ]/al\ paraiso University, nú eign lúterskra manina, er tilheyra Missouri sýnódunni. Er verið að safna $500,000.00 <til skólans innan vébanda þess kirkjufélags, og er vel á veg komið. —K. K. Ó■ Ljósgeish prestsms Eftir P. B. Prior, Sidncy, N.S.W. Sólirt :he,1ti geislaglóð simni inn um insta kirkjugluggann og skein þvert yfir kirkjugólfið;—geislaflóð hennar lenti í fornum eikar- (bekk, sem var auður, en sökum morgun sólarinnar fékk kirkjan á sig alt annan 'blæ. Prestinum fanst enin tilfinnanlegra hve fáir voru við kirkju, ó- sjálfrátt sárnaði honum að svo fáir voru viðstaddir,—ekki nema tólf til fjórtán manns, skipuðu sætin -hingað og þangað um kirkjuna. Presturinn fann einkennilega sárt ti,l þess, hve fáskipuð kirkjan var. Með mikilli fyrirhöfn, langri umhugsun og innilegri bæn hafði hann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.