Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 7
þess að sá, sem líður af kærleika vegna annars og ber hans böl, eignast vald yfir þeim er þess nýtur? Hver getur dæmt um mátt hins líSanda frelsara á líf mannanna, nema sá er það reynir? Svipað er um þá kenningu að Jesús hafi gengið í staði mann- anna á krossferli sínum, sem það Guðs lamb, er burt bar heimsins synd. Margir hafna henni og telja svo merkingu krossins hindur- vitni. Þó er það eðli kærleikans að setja sig í spor þess, sem hann er auðsýndur, og því fullkomnari sem hann er, því nær verður lcomist því takmarki að einn geti borið það, sem öðrum tilheyrir, eins og það tilheyrði honum sjálfum. Og reynslan hef- ir staðfest að enginn getur orðið öðrum verulega að liði siðferðis- lega og andlega, nema hann komist svo nærri honum að hann beri með honum hans byrði. Friðþægingu er hafnað, en eftir sem áður er þörf mannlífs- ins brýn, að máttur syndarinnar þverri og að syndarar geti orðið að nýjum mönnúm. Ýmislegt hefir verið reynt, svo sem hegning, uppfræðsla siðferðislega og fl., en ekki verið fullnægjandi. Snert- ir sjaldan nema yfirborðið. En andspænis honum, sem einn hefir verið Guði fullkomlega þóknanlegur, sein einn bar á hjarta sínu syndaböl alls mannkynsins og fann til angistar útaf því, eins og það tilheyrði honum' sjálfum, hefir fjöldi á öllum öldum orðið fráhverfur lífi syndarinnar, fengið óbeit á því, qrðið nýir menn, sem eignast hafa hlutdeild í anda Jesú Krists. Þeim hefir orðið ljóst að fórnandi kærleikur Guðs í Jesú Kristi, sem endurspeglast hjá þeim er hann aðhyllast af hjarta, er það eina sem nægir mönn- unurn til viðreisnar. Krossinn er sigurmerki hins guðlega kær- leika. Hinn krossfesti Kristur er kraftur Guðs, sem mönnum er sterkari, og speki Guðs, sem mönnum er vitrari. —K. K. Ó■ Postuli œskunnar Eitt af því, sem mjög tiðrætt er um innan kristninnar, er með hverju móti sé hægt að leiða æskulýðinn nær kirkju og kristindómi. Að sjálfsögðu er þetta mesta alvörumál hverrar hynslóðar, því framtíðin er í höndum æskunnar. Það vekur þvt að jafnaði athygli, er einhver hreyfing gerir vart við sig, sem rniðar að því að leiða hina ungu í kristilega átt, ekki sízt ef greini- legur árangur er af viðleitninni. Ein slík hreyfing hefir vakið allmikiS athygli í síðustu tíð, þó hreyfingin sjálf og starfsaðferðir hennar sækist alls ekki eftir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.