Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.03.1929, Blaðsíða 17
79 devr? Á sálin að hafa verið til, til einkis? Mér finst þaÖ ekki hugsanlegt. Vísindin leggja ekkii til neina stærðfræðilega sönn- un fyrir því aÖ mannssálin sé ódauðleg, en þau gefa nægilegt til- efni til skynsamlegrar vonar. Og þau efla þá skoðun vora að líkamlegt líf sé einungis þroskastig í lífi sálarinnar. Það er persónuleg skoðun mín að alt, sem við ber í alheiminum, þjóni augnamiði, og að það augnamið sé þroski mannssálarinnar. Þar mætast vísindi og trúarbrögð. Vísindin auka óendanlega á grund- völl trúarlegrar sannfæringar. Vísindin munu efla trúna—eins og þau hafa eflt trú mína. “Trú mín sem visindamanns er ekki í mótsögn við nokkurt atriði þeirrar trúar, sem rnóðir mín og fólkið í fæðingarþorpi mínu aðhyltist, þegar eg var drengur. Vísindin hafa einungis gefið mér æðri og víðtækari sjón á skaparanum. “Það er aðal ánægjan í vísindalegu starfi. Tilgangur vis- indanna er ekki einungis að skapa efnislega hluti, uppfyndingar sem auka auð og þægindi. Þau eru áreiðanlega dýrmæt gæði, en ekki dýrmætustu gæðin. Ef vísindin hjálpa mér ekki í því að eignast sjálfur og færa öðrum betri trú, betri skilning á skaparan- um, og nánara persónúlegt samfélag við hann; ef vísindin hjálpa mér ekki í því að framkvæma hinn guðlega tilgang, þá hefir mér mistekist sem vísindamanni. En vísindin hafa gert mig betur kristinn. Eg trúi því að þau geri betur kristna alla menn og konur, sem reyna að skilja þeirra einfalda og fagra lögmál, því það er lögmál Guðs.” Þýtt of K. K. Ó. Samkvæmt lagafrumvarpi, er samþykt hefir verið i brezka þing- inu, verða páskar haldnir hér eftir i ensku ríkiskirkjunni ár hvert sunnudaginn næsta eftir annan laugardag í apríl. Me'ð því mótl hlýtur páskadagurinn að vera á tímabilinu frá 9.—15. apríl. Eftir eldra fyrirkomulaginu eru páskar haldnir, eins og kunnugt er, sunnu- daginn næsta eftir fyrstu tunglfyllingu eftir vor jafndægrin. Geta þá páskar aldrei verið fyr en 22. marz og aldrei seinna en 25. apríh Á þessu vori heldur enska kirkjan páska sunnudaginn 14. april eftir hinu nýja fyrirkomulagi, en páskahátíðin venjulega er þann 31. marz. Ekki hefir heyrst að aðrar kirkjudeildir á Englandi ætli að' minsta kosti í bráðina að semja sig að þessari nýju tilskipun. Eru því horfur á að þar verði tvær páskahátíðir á þessu voru. Er slíkt ekki eins dæmi, því til skamms tíma hélt grísk-kaþólska kirkjan há- tíðir eftir júlíanska tímatalinu, þó áðrir hlutar ristninnar færu eftir gregoríanska tímatalinu. Urðu þannig tvennir helgidagar fyrir hverja

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.