Sameiningin - 01.09.1931, Side 17
271
hraÖboÖi kom aÖ dyrum hennar, sendur að sækja hana til dóttur
hennar. MaÖurinn dótturinnar hafði skyndilega dáið af slysi, og
dóttirin gat þá engu orði upp komið, öðru en “mamma, mamma!”
Eftir jarðarförina vildi dóttirin ríka hvergi vera með barnið sitt
litla nema heima hjá mömmu. Og gamla konan bað nú Guð að
fyrirgefa sér, og hún lofaði Guð fyrir það nú, að erfiði hennar
í Drotni hafði ekki verið árangurslaust, þegar hún áður fyr, í
frumbúa fátæktinni, barðist fyrir börnum sínum og kendi þeim
ungum að biðja. “Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims eg
aðstoð missi.”
Það var einu sinni kaupmaður. Hann var hnýginn að aldri.
Það hafði gengið af honum fé á erfiðum árum. Hann sá engin
ráð að halda áfratn. Alt var að fara. Og nú vakti hann um
nætur og hugleiddi það eitt, að alt erfiði lífsins væri árangurslaust.
Einn morgun kom maður inn til hans á skrifstofu hans, hallaði á
eftir sér hurð að staf, gekk að borði kaupmannsins, tók í hönd
hans og mælti: “Minn gamli velgerðantaður, nú þekkir þú mig
víst ekki. Eg er maðurinn, sem þú tókst að þér fyrir mörgum
árum, þegar aðrir snéru baki við honunt, vegna óhappa hans. Þú
gafst mér fé til að komast til fjarlægra stöðva og leita gæfunnar
að nýju. Hefði það ekki verið fyrir tiltrú þína og góðvild,
hefði eg orðið að ræfli, en hamingja þín og fyrirbænir fylgdu mér.
Nú er eg orðinn auðugur maður og er kominn til að launa þér
með öllu, sem eg á, velgjörð þína, þá er þú auðsýndir mér í raun-
um mínum.” Og gamli kaupmaðurinn komst við. í svefnhúsi
sínu það kveld bað hann Guð að fyrirgefa sér vanstillingu sína,
og lofaði Drottinn fyrir það, að erfiði sitt hafði ekki verið árang-
urslaust.
Eina sögu sagði Jesús um það, að eriiði manns hér í lífi
verði ekki árangurslaust. Sagan er, orðrétt, á þessa leið: “Hinn
fátæki dó, og var borinn af englum í faðm Abrahams.”
—B. B. J.
Toyohiko Kagawa
(The Christian Century)
Kagawa er um þessar mundir staddur í Ameríku og honum
er veitt öll sú sæmd, er sigurhetjum má frekast auðsýna. Dálætið
sakar hann ekki, því til þess er hann alt of mikið stórmenni, að
hann láti meðhald mannfjöldans breyta hugarstefnu sinni. At-
hygli sú, sem nú er veitt Kagawa, er kirkjunni til góðs, því hvort
sem hún vill eða ekki vill, þá verður hún nú að kynnast þeim