Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 26
28o
“Eg þakka þér, faðir, að þú hefir bænheyrt mig.” (Jóh. n, 41-
42).—Líf Jesii var óslitin bœn.
Bæn í nauðmn.
Þegar Jesús, eftir uppvakning Lazarus, horfðist í augu við
vaxandi óvild gyðinglegu lei'ðtoganna, safnaði hann kröftum í
bæninni: “Nú er sál mín skelfd, og hvað á eg að segja? FaSir,
frelsað þú mig frá þessari stundu. Nei, til þess er eg kominn að
þessari stundu. Faðir, gjör nafn þitt dýrlegt.” Bænheyrslan
veittist samstundis: “Þá kom rödd af himni: Bæði hefi eg gjört
það dýrlegt og mun aftur gjöra það dýrlegt.” (Jóh. 12, 27-28).
Hvort þörfin er stór eða smá, þá kennir Jesús oss, að bera hana
fram fyrir Guð i bæn. Miklar útskýringar á eðli bænarinnar
draga úr gildi hennar. Fleyrt höfum vér sjálfa prestana lítils-
virða bænir manna um eigin hagsæld. Satt er það, að einatt erum
vér eigingjarnir í anda og ónýtir það kraft bænarinnar. En ef
bænin er barnsleg og maður setur traust sitt til Guðs eins og barn
til föðurs, þá er henni réttilega lýst i orðum sálmsins:
“Gef, yndi mitt og iðja
það alla daga sé,
með bljúgum hug að biðja
sem barn við föðurkné.”
Ef leyfilegt er, að óska sér einhvers, þá er leyfilegt, að biðja
Guð að veita sér það.
Fyrirbœnir.
Lengsta bænin og hjartnæmasta, sem Jesús flutti og færð
hefir verið í letur, er í 17. kap. Jóh. guðspjalls, 1.-26. v. Svo hefir
veri'ð a'Ö or'ði komist, að bænir Jesú væru grundvöllur kristin-
dómsins. Jesús stóð augliti til auglits við dauðann. Kveldmáltíð-
inni heilögu var lokið. Á þeirri stundu dvelur hugur hans ekki
við píslirnar, sem fyrir honum sjálfum liggja, heldur er hann að
hugsa um postulana. Hann á nú að yfirgefa þá um stund. Hann
hefir lagt þá ábyrgð á þá, að kunngera heiminum lioðskap kær-
leikans, og biður fyrir þeim á þessa leið: “Eg bið fyrir þeim;
fyrir heiminum bið eg ekki, heldur fyrir þeim, sem þú gafst mér,
af því að þeir eru þínir; og alt mitt er þitt, og þitt er mitt,—
og eg er orðinn dýrlegur í þeim. Eg er ekki letigur í heiminum;
þeir eru í heiminum, en eg kem til þín. Heilagi faðir, varðveit
þá í þínu nafni, er þú hefir gefið mér, til þess að þeir séu eitt
eins og við.” (Jóh. 17,1-26). Vér kunnum ekki að biðja, þar
til vér lœrum að biðja fyrir öðrum. Barnið unga kemur örugt til