Sameiningin - 01.12.1931, Síða 27
377.
stund. Jók það á ánægju m'ma með mörgu fleiru í þessu skemtilega
samsæti að tveir af aðalræðumönnunum voru skólabræður mínir, vinir
og rekkjunautar frá skóladögunum gömlu i Winnipeg,—þeir Dr. J. P.
Pálsson frá Langham, Sask., og Inspector B. Hjálmarson í Wynyard.
Veður var ágætt og öll “stemning” í bezta lagi. Kom í ljós mikill
kærleikur til Björgvins og fólks hans, enda er Vatnabygðin aðal
heimili hans hér vestra; og voru líka orð Björgvins til bygðarinnar og
bygðarfólks hlý og ástúðleg. Mátti skilja hve mikið Björgvins er
saknað, en þó fagnaði fólkið með honum út af hinu nýja, virðulega
embætti. W. H. Paulson frá Leslie stýrði samsætim: fyrir hönd deild-
arinnar, er fyrir því stóð. Tókst þingmanninum vel að stjórna, enda
vita menn dæmi til þess, að Mr. Paulson liafi tekist á stundum að
stjórna samkvæmum!
í Wynyard bar “annar ágúst” upp á 29, júlí að þessu sinni. Þá
fór fram íslendingadags-hátíð í skálanum stóra við vatnið. Fanst mér
býsna fjölment, en var þó sagt að það væri með langfæsta móti, og
vildi fólk kenna árferðinu um. Aðal ræðumaður þar var Mr. W. H.
Paulson. Flutti hann prýðilega ræðu um Island, er allir dáðu. Mikill
og góður söngur fór þar fram undir stjórn Björgvins Guðmundssonar.
Fleira ýmislegt var þar um skemtanir. Mé var veitt sú ánægja að
ávarpa líka þar, þá sem sóttu þetta mót.
Fundi hafði eg með safnaðarnefndum allra kirkjufélagssafnaðanna
frá Kandahar til Leslie og með fulltrúum Mozart safnaðar. Skýrði
eg frá því, er talaðist til á kirkjuþingi út af prestleysinu þar. Sér-
staklega tilkynti eg þeim tilboð séra N. S. Thorláksonar um að þjóna
eitthvað þar í bvgð á þessu sumri án endurgjalds, vegna þess hve
ástæður manna væru nú erfiðar þar í bygð, og útiit fyrir uppskeru-
brest þá er þingið stóð yfir. Tóku þeir allir því tilboði séra Stein-
gríms og öðrum gjörðum þingsins með miklu þakklæti. Og voru þeir
áfram um að fá að njóta þjónustu séra Steingríms síðari hluta sumars-
ins.
Á miðvikudaginn 5. ágúst fengum við hraðskeyti frá tengdabróður
mínum, Dr. H. F. Thorlaksson, um það að hann yrði að leggja upp
frá Grand Forks, N. D., ásamt með fjölskyldu sinni, áleiðis til Seattle,
þar sem hann ætlaði að setjast að, ekki seinna en um þann 10 ágúst.
Við þurftum að sjá hann áður en hann hirfi vestur, meðal annars af
því að við ætluðum að leita lækninga til hans fyrir tvo yngri syni
okkar. Var því ekki utn annað að tala en að fara af stað heim í dögun
næsta morgun, þó margt væri ógjört og marga enn að sjá. Við vorum
seint á ferli á miðvikudagskveldið að búa okkur af stað. Þá var verður
hið ágætasta, og sýndist spá vel fyrir komandi degi. Eu er við rísum
úr rekkju kl. 6 næsta morgun, var að byrja að rigna. og það var ineira
en að byrja, því það gekk í mikla rigningu og stóð hún fram yfir há-
degi. En þó varð að fara. Vegna rigningarinnar urðu tafir á því að