Fréttablaðið - 26.03.2011, Side 4

Fréttablaðið - 26.03.2011, Side 4
26. mars 2011 LAUGARDAGUR4 Mishermt var í Fréttablaðinu í gær að til stæði að stjórnlagaráð tæki til starfa seint í apríl. Hið rétta er að til stendur að það hefji störf fyrri hluta apríl. LEIÐRÉTTING Í leiðara blaðsins í gær var eitt pens sagt rúmlega 18 krónur. Þarna fór komman á flakk; pens er rúmlega 1,8 krónur. Beðist er velvirðingar á klaufaskapnum. Vegna fréttar í blaðinu í gær um tryggingar skartgripa hjá VÍS skal ítrek- að að úr og skartgripir eru tryggðir í F plús og teljast til persónulegra muna. Hins vegar eru takmörk á bótum vegna þessara muna, þannig að þær nema að hámarki fimm prósentum af heildar vátryggingafjárhæðinni. ÁRÉTTING EFNAHAGSMÁL „Markmiðið er að setja fram trúverðuga heildarmynd um afnám hafta,“ sagði Árni Páll Árnason, viðskipta- og efnahags- ráðherra, þegar áætlun sem ríkis- stjórnin hefur samþykkt um afnám gjaldeyrishafta var kynnt í gær. Seðlabankinn vann áætlunina í samvinnu við efnahags- og við- skiptaráðuneytið, fjármálaráðu- neytið og Fjármálaeftirlitið. Í henni er gert ráð fyrir afnámi gjaldeyris- haftanna í tveimur megin hlutum og að Alþingi samþykki heimild til að viðhalda höftunum til ársloka 2015. „Engar líkur eru á að höftin geti horfið áður en núverandi laga- heimild rennur út hinn 31. ágúst næstkomandi án þess að tekin verði óverjandi áhætta hvað varðar gengi krónunnar og stöðugleika fjármála- kerfisins,“ segir í áætluninni. Í fyrri hluta áætlunarinnar á, í smáum skrefum, að afnema höft á svokölluðum aflandskrónum, það er að segja eignum erlendra aðila í íslenskum krónum. Þær eru tald- ar nema um 465 milljörðum króna. Reyna á að beina aflandskrónunum inn í íslenskt efnahagslíf og í lang- tímafjármögnun ríkissjóðs. Þeim sem eftir standa verður boðið að selja krónur fyrir erlendan gjald- eyri gegn greiðslu „útgöngugjalds“ eða að skipta á skuldabréfum ríkis- sjóðs í krónum og skuldabréfi ríkis- sjóðs í erlendum gjaldeyri. „Við vitum ekki hvað fyrsti áfang- inn gengur hratt fyrir sig, það verð- ur bara að koma í ljós,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem kvað ýmis skilyrði nú betri en þau hafi verið. „Öllum áhyggjum af greiðslufalli ríkissjóðs hefur verið eytt fullkomlega.“ Í áætluninni segir að meirihátt- ar skref verði þó vart tekin fyrr en ríkissjóður hafi með lántöku sýnt fram á getu til þess að endur- fjármagna erlend lán. „Það hefur tafist, meðal annars vegna hinnar óleystu Icesave-deilu. Verði lögun- um um ríkisábyrgð hafnað er lík- legt að annar áfangi áætlunarinnar og síðari hluti fyrri áfanga hennar tefjist.“ Síðari hluti áætlunarinnar lýtur að því að aflétta gjaldeyrishöftum á innlenda aðila sem eiga krón- ur. „Í þessum áfanga er hættan á óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði að óbreyttu mun meiri en í fyrri áfang- anum,“ segir í áætluninni. Viðskipta- og efnahagsráðherra lagði mikla áherslu á að til þess að áætlunin væri trúverðug þyrfti tímaramminn að vera rúmur. Til dæmis gæti komið til ákvörðunar um aðild á Evrópusambandinu á árinu 2013. Þá væri mikilvægt að hafa tíma til að bregðast við niður- stöðu þjóðarinnar í því efni, á hvorn veginn sem hún yrði. „Við vonumst auðvitað til að þetta geti gengið hraðar og við þurfum ekki að nýta allan tímann,“ sagði Árni Páll Árnason. gar@frettabladid.is Tæp fimm ár gætu liðið uns höft víkja Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans verða fyrst afnumin gjaldeyrishöft á eignum erlendra aðila í krónum en síðan á innlendum aðilum. Óskað verður heimildar til að halda höftunum til ársloka 2015 ef þörf krefur. ÁRNI PÁLL ÁRNASON OG MÁR GUÐMUNDSSON Viðskipta- og efnahagsráðsherra og seðlabankastjóri kynntu í gær áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna sem hér hafa verið við lýði frá því í lok nóvember 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALÞINGI Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi vilja að skyndi- bitastöðum verði gert að birta með áberandi hætti upplýsingar um hitaeiningainnihald skyndibita- rétta sem þeir hafa á boðstólum. „Eins og allir sjá hefur verið vaxandi neysla á skyndibitum hér eins og á öðrum Vesturlöndum,“ segir Siv Friðleifsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins. Hún er fyrsti flutningsmaður þings- ályktunartillögu um málið sem lögð hefur verið fram á Alþingi. „Skyndibitar eru yfirleitt mjög hitaeiningaríkir, og þeir eru ein af ástæðunum fyrir því að Íslend- ingar stefna í mikinn heilsufars- vanda,“ segir Siv. Hún segir líklegt að fyrst um sinn muni reglurnar ná til stærri skyndibitakeðja. Hún vilji þó að allir staðir sem selja umtalsvert magn af skyndibitum þurfi að upp- lýsa um hitaeiningamagnið. Siv segir að séu neytendur upp- lýstir sé líklegra að þeir velji létt- ari rétti. Einnig sé líklegra að skyndibitastaðirnir bjóði upp á heilsusamlegri rétti þurfi þeir að gefa upp hitaeiningafjöldann í rétt- um sínum. - bj Þingmenn allra flokka vilja að staðir gefi upp hitaeiningar í skyndibitaréttum: Liður í að bæta neysluvenjur SKYNDIBITAR Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að vera fjórða feitasta þjóðin í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 16° 7° 6° 12° 16° 3° 3° 22° 14° 20° 4° 29° 5° 19° 13° 7° Á MORGUN Hæglætis veður. MÁNUDAGUR 3-8 m/s. 5 6 2 3 3 2 7 7 2 2 4 7 7 6 6 7 5 4 8 8 5 7 2 33 6 7 7 5 2 22 HÆGUR VINDUR af vestri á landinu næstu daga. Þokuloft einkum vestan til á landinu í dag en nokkuð bjart veður eystra. Útlit fyrir bjartara veðri á morgun. Hitinn verður víðast á bilinu 1-8°C að deginum til en má búast við nætur- frosti þar sem léttir til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNMÁL Alls ætla 56 prósent Íslendinga örugglega eða líklega að segja já í væntanlegri þjóðar- atkvæðagreiðslu um Icesave- lögin. Á móti ætla 44 prósent að kjósa gegn lögunum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Capacent gerði fyrir hóp fólks sem kallar sig Áfram-hópinn. Könnunin var gerð dagana 17. til 24. mars. Af 1.271 manns úrtaki svaraði 791. Í könnun sem Viðskiptablaðið birti í síðustu viku mældist fylgi við Icesave- lögin 52 prósent. Áfram-hópur- inn segir nýrri könnunina því sýna að bilið sé „aftur að breikka á milli þeirra sem ætla að kjósa með Icesave-samningnum og þeirra sem eru á móti honum.“ - gar Könnun fyrir Áfram Ísland: Meirihluti fyrir Icesave-lögum DANMÖRK Betur fór en á horfðist þegar ölvaður maður ók skelli- nöðru á barnavagn í Óðinsvéum á fimmtudag. Hálfs árs gömul stúlka sem var í vagninum þeytt- ist tíu metra vegalengd, en lenti sem betur fer á grasbala við göngustíg og meiddist ekkert. Ökumaðurinn hélt áfram, en var hundeltur af akandi og hjól- andi vegfarendum. Eftirförinni lauk þegar hann féll af baki og var handtekinn. Maðurinn var mjög drukkinn og með eiturlyf innanklæða. - þj Hálfs árs barn slapp vel: Ölvaður ók á barn og flúði JAPAN, AP Stöðva þurfti tímabund- ið vinnu við að kæla niður ofna kjarnorkuversins í Fukushima í gær þegar ljóst virtist að geislavirkt vatn læki út úr einum ofnanna. Svo virtist sem gat hefði komið á stál- geymi ofnkjarn- ans, hugsan lega þegar spreng- ing varð þann 14. mars. Staðfest tala látinna var í gær komin yfir tíu þúsund og þús- unda var enn saknað. Margir hafast enn við í neyðarskýlum og á hundruðum þúsunda heimila hefur fólk verið án rafmagns og heits vatns í hálfan mánuð. - gb Kjarnaofnar enn til vandræða: Geislavirkt vatn lekur frá verinu NAOTO KAN FOR- SÆTISRÁÐHERRA GENGIÐ 25.03.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,9525 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,03 114,57 183,57 184,47 161,43 162,33 21,641 21,767 20,468 20,588 17,972 18,078 1,4028 1,4110 180,82 181,90 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is ALÞINGI Meirihluti félags- og tryggingamálanefndar Alþingis telur að frumvarp um lögleið- ingu stað- göngumæðr- unar sé ekki tímabært. Nefndin skilaði áliti til heil- brigðisnefndar í vikunni. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, for- maður félags- og trygg- ingamálanefndar, segir meirihlutann telja að ekki eigi að samþykkja þingsályktunar- tillögu um lögleiðingu óbreytta. „Það þarf að skoða ýmsar hliðar á þessu máli og fara yfir löggjöf í nágrannalöndum okkar áður en ákvarðanir eru teknar,“ segir Sigríður Ingi- björg. - sv Lög um staðgöngumæðrun: Frumvarp ekki talið tímabært SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.