Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 10

Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 10
26. mars 2011 LAUGARDAGUR10 1 Í hversu mörg sumur höfðu Skólagarðar Reykjavíkur verið starf- andi áður en þeim var lokað? 2 Hvaða tveir karlmenn voru nýverið kjörnir í stjórn UN Women á Íslandi? 3 Hvaða þungarokkssveit ætlar að halda tónleika á Litla-Hrauni? SVÖR 1. 63 sumur. 2. Ólafur Þ. Stephensen og Magnús Árni Magnússon. 3. Today Is the Day. UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun hefur gefið fyrirtækinu Becro- mal Iceland við Akureyri frest til 4. apríl til að skila áætlun um úrbætur eftir að aflþynnuverk- smiðja þess gerðist brotleg við þrjú ákvæði starfsleyfis. Verk- smiðjan hefur verið starfandi frá árinu 2009. Eins og fram hefur komið reynd- ist sýrustig frárennslis frá verk- smiðjunni vera yfir mörkum, auk þess sem mælingum var ábótavant og ekki hafði verið staðið rétt að tilkynningum á frávikum og bil- unum í mengunarvarnarbúnaði. Umhverfisstofnun segir í til- kynningu að ekki sé útilokað að gripið verði til frekari aðgerða. Stofnunin sé að skoða málið nánar. Í tilkynningu frá stjórn Becro- mal segir að brugðist verði nú þegar við athugasemdum Umhverfisstofnunar og ítrekar stjórnin áherslu fyrirtækisins á að vinna að úrbótum með fagað- ilum og hagsmunaaðilum. Meðal annars segist stjórnin munu hafa daglegt eftirlit með framvindu úrbóta. Þá verði gerð ítarleg úttekt á öllum öryggis- og umhverfisþáttum verksmiðjunn- ar, meðal annars með sýnatöku úr sjó og úttekt á verkferlum. - þj Umhverfisstofnun segir starfsleyfi aflþynnuverksmiðju þríbrotið: Becromal lofar umbótum strax FRÁ KROSSANESI Verksmiðjan hefur frest til 4. apríl til að skila áætlun um úrbætur. Mátti koma fyrir potti Raðhúsaeigandi í Fossvogi mátti koma fyrir heitum potti þótt ekki hafi allir eig- endur húsa í lengjunni veitt samþykki. Þetta segir úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála, sem þar með ógildir synjun byggingarfulltrúa á að veita leyfi fyrir pottinum. Nágranni taldi laugina verðfella sína eign þar sem hún væri svo langt úti í lóðinni að hún sæist út um stofugluggann í húsi hans. SKIPULAGSMÁL SAMGÖNGUR Jón Jónsson, flugáhugamaður og bif- vélavirki, segir í grein í Fréttablaðinu í gær að Dash-8, flugvél Flugfélags Íslands, sé „fljúgandi dauðagildra“. Vélin sem brotlenti í Grænlandi í byrjun mars var af gerðinni Dash-8 og bendir Jón á það í grein sinni. Hann segir öryggisatriðum í vélum af þessari gerð verulega ábótavant og hefur sent Flugmálastjórn Íslands bréf í tvígang þar sem hann bendir meðal annars á að neyðarútgangar séu við þau svæði sem algengast er að kvikni í við brotlendingu. Svör frá Flugmálastjórn eru þau að vélin uppfylli evrópska staðla. „Það er notalegt til þess að vita að maður getur þá fullkomlega löglega brunnið til bana inni í Dash-8,“ segir Jón í grein sinni. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, tekur í sama streng og Flugmálastjórn og segir þá einu Dash-8 vél fyrirtækisins áfram verða notaða. „Flugmálastjórn er okkar eftirlitsaðili og við heyrum undir evrópsku eftirlitsstofnunina. Þessi vél er samþykkt samkvæmt öllum evrópskum stöðlum,“ segir Árni. „Þessi vél er mjög víða notuð í Evrópu, þannig að ég gef ekki annað út vegna þess- arar greinar.“ Dash-8 vél Flugfélagsins flýgur bæði til Græn- lands og í innanlandsflugi hér á landi. - sv Bifvélavirki og flugáhugamaður segir flugvél Flugfélags Íslands dauðagildru: Uppfyllir allar evrópskar kröfur DASH-8 Flugfélag Íslands rekur nú aðeins eina Dash-8 vél eftir að önnur þeirra brotlenti á Grænlandi í byrjun mánaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING Nemendur úr 7. bekk Melaskóla frumsýna í Iðnó í dag leikritið Undranótt í Iðnó. Verk- ið er samið af börnunum og er afrakstur höfundasmiðju sem Listasmiðja Velferðarsjóðs barna hefur staðið fyrir. Verkið er undir stjórn Ingu Bjarnason, Margrét Kristín Blöndal samdi tónlist og Alda Sigurðardóttir hannaði bún- inga í samvinnu við börnin. Frumsýning er í dag klukkan 15, og sýning fyrir almenning á morgun og verða miðar seldir við innganginn. - þj Leiksýning grunnskólabarna: Undranótt í Iðnó frumsýnt Kjarreldar í Colorado Ríflega 8.500 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum vegna mikilla kjarrelda sem þar geisa. Eldurinn hafði í gær breiðst út um 6,5 ferkílómetra svæði. Fjölmennt slökkvi- lið barðist við eldana en mikill vindur gerði mönnum erfitt um vik. Ekki er vitað um slys á fólki en íbúðarhús voru víða í hættu. BANDARÍKIN VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.